Er þetta ekki bara svokallaður næturtryllingur. Fann þetta í bókinni Barnið okkar bls 378. “Næturtryllingur(night terror) eru miklu sjaldgæfari en martröð. Mjög fá börn fá oft næturhræðslu. Fyrstu einkennin eru þau sömu og í martröð - hræðslugrátur og -óp. En þegar þú kemur að barninu þá er það hvorki sofandi né vakandi, heldur í undarlegu ástandi sem líkist óráði, sem fylgt getur háum hita. Oftast situr barnið uppi, með opin augu, ”horfir“ á eitthvað sem ekki er til staðar í einhverju...