Sjóræningja leikur í anda Pirates! Þú getur siglt um höfin blá, rænt og ruplað, unnið fyrir Frakka, Englendinga eða Spánverja eða bara gerst kaupsýslumaður. Þú getur líka farið í land til að kaupa/selja vörur, ráða áhöfn og/eða kaupa skip. Feiknar fjörugur. Pirates of the Caribbean er sjálfstætt framhald hans.