Mæli eindregið með honum. Mjög einfaldur leikur. Skemmtilegir bardagar í honum, sem er því miður ekki hægt að segja um marga RPG. Söguþráðurinn er líka einfaldur en skilar sínu. Heimurinn er líka skemmtileg tilbreyting frá hinum staðlaða og ofnotaða fantasy heimi. Ekki búast við neinni dýpt samt, einfaldleiki er lykilorðið þegar kemur að þessum leik. Sem er alls ekkert slæmt, bara öðruvísi.