Djöfulsins brandari var þessi mynd, ég meina það bókstaflega, brandari. Spurning hvort að Sam Raimi og allt ‘krúið’ hafi verið drukkið (utan við CG listamennina) þegar myndin var gerð? Allt of mikið að gerast, persónur þróuðust ekkert, lélegur leikur og öll dramatísku atriðin voru hreint út sagt hlægileg.. Mér fannst fyrstu tvær Spiderman myndirnar góðar sem svona ‘weekend flicks’ en þessi var alveg út í hött. Held að allir sem hafa séð myndina viti hvað ég er að tala um..