Amputechture er ekkert hræðilegur, hann er bara svolítið ‘rushed’ að mínu mati. Það kom mér alveg svakalega á óvart að heyra að hann væri að koma út, svona fljótt eftir Frances the Mute. Akkurat núna er ég ekki búinn að hlusta mjög oft á hann en mér finnst fyrstu lögin á honum góð, meðan seinni parturinn virðist renna allur saman. Hann er líka ekki jafn tilfinningaþrunginn og hinir tveir þar sem lögin á honum fjalla um mismunandi hluti, en hinir diskarnir voru með mjög sterk þemu í gangi....