Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Hvenær ætlar umheimurinn að vakna?

í Deiglan fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Reyndar er umheiminum sama um flest og það hefur sýnt sig af sögunni. Eftir WW 2 spurðu menn hvernig getur svona gerst? Það hefur verið spurt á móti. Hversvegna gerist þetta ekki oftar, því heiminum er sama um allt því fólk hugsar bara um eigið ****gat.

Re: Hvenær ætlar umheimurinn að vakna?

í Deiglan fyrir 18 árum, 4 mánuðum
sem eru 7 milljóna manna þjóð eru umkringdir óvinaþjóðum með hundruðir milljóna íbúa What!! Hvaða ríki eru með hundruðir milljóna?? Flest arabaríkin eru álíka fámenn og Ísrael að Egyptalandi undanskildu en þar eru um 60 milljónir.

Re: Freddie Mercury, fyrsti hluti

í Gullöldin fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Flott grein og til hamingju með hana. En það er eitt smáatriði sem ég vil benda á þótt það skipti kannski ekki öllu máli þá er það algengur misskilningur að hann hafi verið af Persneskum ættum. Foreldrar hans voru ekki Persar eða Íranir (sem áður hét Persía) heldur PARSAR sem er þjóðflokkur á Indlandi. Hann var semsagt af Indversk/Bresku þjóðerni.

Re: Áramót N-Kóreu

í Deiglan fyrir 18 árum, 4 mánuðum
við gætum verið að tala um þriðju heimstyrjöldina. Hmm þá þurfa einhverjir sterkir aðilar að standa mér N. Kóreu er það ekki?? Það að sé skotið kjarnorkueldflaugum þarf ekki að þýða heimsstyrjöld. Kórea er líka afar vanþróað ríki tæknilega séð og slíkt ríki getur ekki gert mikið á hernaðarsviðinu þegar er verið að tala um alvöru hernað.

Re: Zidane stjórnar, ekki þjálfarinn

í Stórmót fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Ég hef aldrei sagt að þeir hafi tapað leiknum út af þessu. Ég er bara að segja að það minnkaði mjög verulega líkurnar á að vinna og hvað veistu hvað fór í gegnum hausinn á Trez á meðan hann tók vítið?

Re: Zidane stjórnar, ekki þjálfarinn

í Stórmót fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Nei auðvitað getur enginn fullyrt hvað hefði gerst og þú getur þar af leiðandi ekki fullyrt heldur að það hafi ekki verið út af þessu sem þeir töpuðu!!

Re: ACDC Rocksinger

í Tilveran fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Er þetta ekki í “It's a long way to the top (if you wanna rock'n roll)”?? AC/DC- High Voltage

Re: Zidane stjórnar, ekki þjálfarinn

í Stórmót fyrir 18 árum, 4 mánuðum
langt með að tapa honum? hann skalaði hann á 115 mínutu!!! Nei það var reyndar á 105 mínútu samkvæmt þessu og það er skoðun þjálfara Frakka að þetta hafi gert út um leikinn. France coach Raymond Domenech admitted Zinedine Zidane's moment of madness cost Les Bleus the World Cup. Zidane was sent off 20 minutes into extra-time for head-butting Marco Materazzi in the chest. Sjá annars: http://soccernet.espn.go.com/news/story?id=373628&cc=5739

Re: Zidane stjórnar, ekki þjálfarinn

í Stórmót fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Ágæt umfjöllun um sorglegan endi á snilldarferli. Zidane var nú kannski ekki alveg pollrólegur því hann virtist vera skælandi þegar hann gekk framhjá bikarnum. Þótt einhverjum finnist þetta hafa verið svalt þá held ég nú að Zidane verði helst minnst fyrir að hafa gert í buxurnar í þessum leik og farið langt með að tapa honum fyrir Frakka. Auðvitað er Materazzi grófur leikmaður en Zidane er með haf af reynslu og ætti ekki að láta skapið fara með sig svona í úrslitaleiknum sem var líka hans...

Re: Sebastião Salgado

í Ljósmyndun fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Góð grein um mikinn snilling. En það sem þú kallar efnahagsfræði er oftast kallað hagfræði. Orðið efnahagsfræði hef ég ekki heyrt áður en er mjög gott og lýsir þessari fræðigrein vel.

Re: Saga Ac/dc

í Rokk fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Hmm… nice try. Þú hefðir átt að geta þess að greinin væri bara þýdd.

Re: Saga Ac/dc

í Rokk fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Fín grein og með þeim ítarlegri og skemmtilegustu sem ég hef lengi lesið hérna á Huga ;) En það eru smá villur í henni eða staðreyndir sem vantar eða skipta máli. 1. If you Want blood var hljómleikaplata 2. Þú talar um á einum stað að Scott hafi kafnaði í eigin ælu en annarsstaðar að dánarorsökin hefi verið áfengiseitrun. Ég held að hvorugt sé rétt, heldur hafi hann dáið úr kulda í bílnum. Svoleiðis gerist stundum þegar menn liggja í áfengisdauða í kulda, en þetta var 19 febrúar 1979. 3. Þú...

Re: Búlgaría Smúlgaría

í Ferðalög fyrir 18 árum, 5 mánuðum
En hvar er annars Búlgaría? Er það spænskumælandi land? Mæ god hver er landafræðiþekkingin???

Re: Hvað er að Chelsea ?

í Knattspyrna fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Veron er/var nú ekki beint stórstjarna. Kannski þar sem hann spilaði áður en hann kom til manU, en aldrei svona um allan heim. Hann varð fyrst ‘Heimsfrægur’ þegar hann var búinn að vera í manU í smá tíma. Hverskonar rugl er þetta. Veron var einn af þekktustu og eftirsóttustu leikmönnum í heimi meðan hann spilaði á Ítalíu. Hann koðnaði hinsvegar niður hjá Man Utd.

Re: Black Sabbath

í Metall fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Fín grein. Þú mátt kannski aðeins huga að greinaskilum. Tvær villur samt. Eternal Idol var gefin út með Tony Martin. Fín plata og mjög fersk. Síðan ruglar þú saman 1977 og 1997 með Reunion. En skemmtileg lesning.

Re: Viturleg gagnrýni á frjálshyggju (ekki sama tóbakið held ég)

í Deiglan fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Nei í rauninni var hið íslenska þjóðveldi mjög sósíalískt því völd almennings vöru mjög mikil og mikil valddreifing. En þetta sýnir að það er stutt þarna á milli þegar vel er að gáð. En skemmtileg líking engu að síður. Færð stig fyrir það.

Re: Óvæntustu atriðin við val á leikmannahópa fyrir HM 06

í Stórmót fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Varðandi valið á hópnum hjá Hollendingum þá breytti Van Basten liðinu ansi mikið þegar hann tók við. Henti út gömlu stjörnunum og valdi í staðinn leikmenn úr höllunski deildinni sem höfðu verið að standa sig vel en aldrei komist í landsliðið. Meðal þessara sem hann henti út voru Davids og Seedorf. Og það merkilega gerðist að hollenska liðið stóð sig miklu betur en verið hafði um langt skeið. Þótt Seedorf og Davids hafi verið burðarmenn í liðinu eitt sinn, þá eru jú t.d. 4 ár frá síðasta HM...

Re: HM 2006: Riðill C

í Stórmót fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Þetta verður spennandi riðill og erfitt að segja til um niðurstöðuna. Líklega vinnur Holland og Serbía nær öðru sætinu. Reyndar eru Serbar bara að taka þátt í annað sinn. Framt til 1998 kepptu þeir undir merkjum Júgóslavíu. Það má kannski geta þess að þott Hollendingar hafi aldrei unnið HM, þá hafa þeir tvisvar spilað til úrslita og tapað úrslitaleiknum mjög ósanngjarnt.

Re: HM 2006: Riðill D

í Stórmót fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Góð grein hjá þér og skemmtilegt að lesa hana. Þessi riðill er að vísu frekar fyrirsjánlegur. ÉG held að Protúgal verði ekki miklum vandræðum með að vinna og Mexico að ná öðru sæti.

Re: Viturleg gagnrýni á frjálshyggju (ekki sama tóbakið held ég)

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Aðalgallinn við frjálshyggjuna er að hún leiðir til þess að við myndu lifa í steingeldu og snauðu plastþjóðfélagi. Þetta er vegna þess að skv. henni er allt lagt undir á markaði og aðeins það sem er hagnaður af verður ofan á. Það þýðir að menning fjöldans verður algerlega ráðandi með sínu vellulega ameríska gerfi umhverfi. Hin dýpri og fínni menning og tíska mun verða undir af því það er ekki endilega sérstaklega mikill hagnaður af henni. Ef frjálshyggjan hefði ráðið hefðu mörg af helstu...

Re: Lausn á varnarmálum Íslands - China

í Deiglan fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Það er reyndar alrangt hjá þér að kínverjar viti lítið um Ísland. Ég bý í Kína og þekking kínverja á Íslandi er meiri held ég en til dæmis í Frakklandi svo dæmi sé tekið. Ótrúlega margir þekkja nafnið Bing Dao (Ís-land) og margir geta bent á það á korti. Það er betra en hjá flestum illa upplýstum og vanþróuðum ríkjum suður Evrópu sem ég hef kynnst eins og Spáni, Frakklandi og Portúgal.

Re: Ozzy-Diary Of a Madman

í Metall fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Þessi plata er ekki eins góð og sú fyrsta að mínu mati. Eitt af því sem margir vita ekki er að þær voru teknar upp með stuttu millibili þótt það hafi liðið meira en ár á milli þess að þær komu út. Ef maður skoðar umslagið mætti skilja að hljómsveitin hafi samanstaðið af Ozz, Randy, Rudy Sarzo og Tommy Aldridge á plötunni. Það er alls ekki rétt heldur spilaði sama bandið á báðum fyrstu plötunum þ.e. Ozzy, Randy, Bob Daisley og Uriah Heep trommarinn Lee Kerslake. Ég held að það sé kannski búið...

Re: (Ó)Afsögn stjórnmálamanna

í Stjórnmál fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Borgað tryggingu?? Það fyrirbæri er ekki til á Íslandi. Ég hygg að það séu nú ekki margir á Alþingi sem hafa framið brot sem eru þess eðlis að þau séu færð á sakaskrá. ;) En það geta allir farið fram á að fá sakaruppgjöf þegar þeir hafa afplánað dóm sinn. Það er metið hverju sinni og í flestum tilvikum er það veitt. Sakaruppgjöf felst í raun ekki í öðru en því að viðkomandi er ekki lengur á sakarskrá.

Re: Íran=WW3?

í Deiglan fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Þetta er auðvtiað alvarleg deila en þá má lika syprja hversu langt nokkur ríki geta gengið í að skipta sér af þessu. En það er engin hætta á WW3 út af slíku. Til þess að það verði þurfa mörg ríki sem hafa tæknilega og efnahagslega getu að fara í styrjöld.

Re: Boð sem lið senda frá sér....

í Knattspyrna fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Það er víst erfitt að banna þetta því það gilda reglur um frjáls viðskipti með leikmenn. En á hinn bóginn er það alveg rétt að það er varla nokkur vafi á að Chelsea hafa keypt leikmenn til þess eins að láta þá mygla á bekknum og væru þá ekki að brillera með öðrum. SWP er líklega dæmi um þetta. Því miður er svona vitleysisgangur að eyðileggja boltann en það er fátt við því að gera!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok