Það hafa verið skrifaðar nokkur þúsund bækur um spádóma Nostradamusar og það merkilega er að fæstum þeirra ber saman nema í fáum atriðum, enda eru þessir spádómar í bundnu máli og afar torskildir, því að hann var stöðugt í hættu að vera dæmdur af rannsóknarréttinum. Flestir hafa þó fjallað um hina þrjá andkrista, sem talið hefur verið að séu Napóleon Bonaparte, Hitler og einhver sem ekki er enn kominn fram, en muni koma fram í miðausturlöndum. Aðrir hafa bent á að spádómarnir séu barn síns...