Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Blade 2

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Alveg hræðileg mynd með nokkrum góðum leikurum.

Re: Harrison Ford

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Affleck er ekki leélgur leikari. Hann tekur bara að sér ömurleg hlutverk. Hans bestu hlutverk er í Boiler Room en þar er hann mjög góður. Hlutverkið í Changing Lanes er líka nokkuð bitastætt og hann skilar því vel

Re: Leeds í skítnum

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Hann fór til Roma af því að hann var uppá kant við Venables og fékk ekki að spila.

Re: Leeds í skítnum

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Þú gleymir Robbie Fowler og Robbie Keane sem kostuðu samtals 23 MP. En það er rétt að Leedsarar spiluðu djarft með þessari eyðslu og náðu ekki settu marki. 'Eg held að innanbúðarmál félaginu hafi skemmt fyrir þeim. það er forgangasverkefni hjá þeim að losa sig við Risdale. Eftir því sem Venni hefur sagt, þá gaf Risdale honum alrangar upplýsingar um raunverulega fjárhagsstöðu félagsins þegar hann tók við og Venni þurfti að horfa á eftir einum 6 leikmönnum sem hefðu getað verið í byrjunarliðinu.

Re: Íshafsleiðin milli Evrópu og Asíu

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Hmmmm. Fróðleg grein, en það er undarlegt hvernig svona mál skjóta oft upp kollinum fyrir kosningar. Einhver mál sem eru augljós þegar einhver hefur vakið athygli á þeim, en af einhverjum ástæðum hefur enginn tekið eftir þeim fyrr. Skyldi hanga eitthvað fleira á spýtunni.

Re: Davíð Oddsson

í Bækur fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Þetta er eitt af stærstu vandamálum Huga. Það eru sumir alls ekki með þann þroska sem þarf til að taka þátt í vitrænum umræðum. Hér er ekki verið að tala neitt um stjórnmálamanninn Davíð Oddsson heldur fyrstu bók hans og menn ættu að einbeita sér að því. Jafnvel þó svo að hann sjálfur og störf hans á vettvangi stjórnmálanna væri umræðuefnið hér, þá ættu þessi komment ekkert erindi. Þeir sem eru með svona komment og vitleysisgang ættu að einbeita sér að krakkarásunum á Irkinu. En um bókina,...

Re: The Burbs

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ég er alveg hjartanlega sammála þessu. Litríkir og sterkir karakterar sem stela oft senunni frá stjörnunni í myndinni.

Re: The Burbs

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Er ekki allt í þessu fína í Kína?? http://us.imdb.com/Bio?Hanks,%20Tom

Re: The Burbs

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Bruce Dern lyftir öllum myndum sem hann leikur í á hærra plan.

Re: Bobby ...rétti maðurinn til að byggja upp stórve.?

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Það er alltaf gott þegar menn standa við bakið á sínum liðum og eru bjartsýnir. Ég vil bara benda á að eftir að Liverpool unnu alla sína bikara fyrir tveimur árum þá heyrði maður svipaðar raddir úr herbúðum þeirra.

Re: leikmenn toppbaráttuna

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Nei hann skoraði ekki fimmu svo ég muni til og ég held að það hafi bara verið Cole og Shearer sem afrekuðu það.

Re: Bobby ...rétti maðurinn til að byggja upp stórve.?

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ég er búinn að sjá nokkra leiki með þeim og believe me; ég yrði ánægður ef eitthvað annað lið en Arsenal eða Man ynni titilinn á næstu árum, en því miður þá eru engin lið sem hafa sama karakter og reynslu og þessi tvö og næstu 3 ár munu sýna það. Og það má líka nefna að Newcastle hefur bara náð einu stigi af níu mögulegum á móti þessum liðum í vetur, að vísu með tvo útileiki og einn heimaleik, en samt.

Re: leikmenn toppbaráttuna

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Solskjær skoraði mest fjögur. Það var á móti N.Forest í 8-1 leik. Reyndar bara á 20 mínútum eða svo.

Re: Bobby ...rétti maðurinn til að byggja upp stórve.?

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Kallinn hefur staðið sig frábærlega, en hann er kannski ekki beinlínis að fara að byggja upp stórveldi því að það tekur jafnan nokkur ár og tíminn er honum ekki alveg hliðhollur. Ég held að Newcastle gætu staðið í hárinu á Arsenal og Man Utd á næstu tveimur til þremur árum, en þeir skáka þeim ekki, frekar en önnur lið.

Re: Qwerty - lyklaborð hönnuð til hægja á rirhraða!

í Tölvur og tækni (gamla) fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Góð og fróðleg grein. Nú er flestir orðnir svo vanir qwerty lyklaborðum að þeir væru sennilega nokkur ár að venja sig almennilega á annað.

Re: Indiana Jones and the Tempel of doom

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Alveg hræðileg mynd og langslakasta IJ myndin. Sú fyrsta var langbest. Það er alltof mikið af fáránlegum atriðum sem geta engann veginn gengið upp í þessari.

Re: Dimmu Borgir-Stormblåst

í Metall fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Þeir eig marga góða kafla og mér finnst koma miklu betur út þegar þeir voru með norska texta. Að vísu finnst mér kannski orgelið vera stundum dálítið mikið. Þeir hljóta að koma til Íslands, því að nafn þeirra er jú fengið hérna.

Re: Allah eða Ameríka

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Það hafa verið skrifaðar nokkur þúsund bækur um spádóma Nostradamusar og það merkilega er að fæstum þeirra ber saman nema í fáum atriðum, enda eru þessir spádómar í bundnu máli og afar torskildir, því að hann var stöðugt í hættu að vera dæmdur af rannsóknarréttinum. Flestir hafa þó fjallað um hina þrjá andkrista, sem talið hefur verið að séu Napóleon Bonaparte, Hitler og einhver sem ekki er enn kominn fram, en muni koma fram í miðausturlöndum. Aðrir hafa bent á að spádómarnir séu barn síns...

Re: Arabar brenna Íslenska fánann í Kaupmannahöfn

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Það virðist eiginlega vera að það hafi verið íslendingar sem voru á bak við þetta og mér finnst það í raun afar líklegt. Íslenskir námsmenn í Danmörku hafa verið afar herskáir á köflum og komm on hverjum ætti að detta í huga að brenna íslenska fánann af því að það er kross á honum.

Re: Akkuru ekki???

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Hmmmm…. Eins og þegar BNA “frelsuðu” Kuwait, eða öllu heldur komu emíraeinræðistjórninni aftur til valda. Stjórn sem hefur reynst lítið betri en stjórn SH. Þeir lofuðu m.a. ýmsum umbótum þegar þeir tóku við á ný. M.a. lofuðu þeir kosningum og meiri virðingu fyrir mannréttindum. það eru liðin 12 ár síðan og það hefur ekki enn verið kosið í Kuwait. Bandaríkin styðja ýmsa harðstjóra hér og þar í heiminum og eina skilyrðið virðist vera að þeir séu vinveittir Bandaríkjunum.

Re: 7-800þús saklausra Íraka deyja í þökk Íslands

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Bull og kjaftæði…. Afstaða Íslands breytir ENGU um þetta stríð!!

Re: Arsenal að taka deildina??

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Það má samt ekki gleyma því að detta út úr ChampLeague er ekki endilega ávísun á gott gengi heima, því að það eru í flestum tilvikum mikil vonbrigði sem fylgja í kjölfarið. CL er jú sennilega sú deild sem flestir vilja vinna.

Re: Aston Villa - Fallandi stórveldi?

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Eitt aðalvandamál Aston villa í dag er það sem ég er búinn að tala stöðugt um í langann tíma. Ekki bara hjá AV heldur annarstaðar þar sem þetta hefur gerst…. ÞAÐ Á ALDREI AÐ RÁÐA SAMA MANNINN TVISVAR TIL AÐ STJÓRNA LIÐI!!! Það endar nánast undantekningalaust illa.

Re: Ég hittana niðrí bæ

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Og svo voru ólafur Ragnar og Dorriet í ræsinu niður í Lækjargötu ælandi og spúandi ……………. eða þannig sko.

Re: Aðeins öðruvísi.

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Þetta er ágætis hugmynd og ætti að hafa þetta að árlegum viðburði og veita verðlaun fyrir. Mest sexý alþingismaðurinn: Engin spurning, Siv. Mesti lygarinn: Ögumdur Jónasson. Hann gerir ekki annað Fyndnasti: Það kemur bara einn til greina, Guðni Ág. Hr. Alþingi 2003: Dóri Blönd. Hann stjórnar þessu eins og herforingi. Frú. Alþingi 2003: Frúarlegasti þingmaðurinn Sólveig Pé. Flottustu fötin: Sturla, en það er líka það eina sem hann hefur. Hallærislegasti: Kolbrún H. Það gerist ekki verra....
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok