Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Spam er ógeð!

í Netið fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Bara 20%… Það er nú léleg sölumennska. Ég hef fengið tilboð um lyf sem geta stækkað þetta 3-4 sinnum. :)

Re: Liverpool

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Úhhúúúhhúu…..hvað dómararnir eru vondir menn!!!

Re: Prumpufýla

í Deiglan fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Er öllu hleypt í gegn?????

Re: Generals Online

í Herkænskuleikir fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Liðin er misgóð, en það virðist vera erfiðast að afla paninga með GLA og auðveldast með USA. Kína er með bestu skriðdrekana og nokkrir risar með chain gun geta nánast rústað liði andstæðinganna. Öll liðin hafa sína kosti og galla.

Re: Cm 4 - Nei takk !

í Manager leikir fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Já ég veit það, en en þú sagðir að þú mæltir með því að hafa deildirnar sem fæstar. Það að þurfa að hafa kannski bara 1-3 deildir í gangi er sannarlega afturför, eins og flest annað í þessum leik.

Re: Cm 4 - Nei takk !

í Manager leikir fyrir 21 árum, 7 mánuðum
En ef það þarf að fækka deildunum niður í “sem fæstar”, er það þá ekki ákveðinn galli við leikinn??

Re: Borgaralegar fermingar???

í Deiglan fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Já þetta getur allt verið, en fermingin er samt staðfesting skírnarinnar og ætti því að vera innan kirkjunnar. Annað er hræsni.

Re: Borgaralegar fermingar???

í Deiglan fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Borgaralegar “fermingar” eiga engann rétt á sér undir þessu nafni. Það er í raun bara kirkjan sem ætti að hafa rétt á þeim, vegna þess að það er verið með fermingu að staðfesta athöfn kirkjunnar. Það er engann veginn hægt að bera saman borgaralega fermingu og borgaralega giftingu, vegna þess að það er spurning um val hvort þú vilt láta gifta þig í kirkju, af embættismanni kirkjunnar og gera giftinguna þannig að trúarlegri athöfn, eða utan kirkjunnar af borgaralegum embættismanni. Þú getur...

Re: All Quiet on the Western Front

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Frábær mynd eftir frábærri bók. Eric Maria Remarque hét raunar Eric Kramer (remark afturábak) Hann var ekki sáttur við framgöngu þjóðverja og gerði mikið til að afmá þýskann bakgrunn sinn. En myndin er klassískt meistaraverk. Meira af þessu.

Re: Air Force One

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Þessi mynd er algert þjóðrembubull og vitleysa. Einhver vitlausasta mynd í þeim flokki sem gerð hefur verið síðan Red Dawn kom út 1984. En þú ert á réttri leið í greinaskrifum. En samt, bil á eftir punkti gerir greinina læsilegri

Re: Umdeildar myndir- fyrri hluti

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Fín og áhugaverð grein. Ég er þó ekki sammála þér varðandi sumt. Það voru margir sem gerðu grín að paranoiunni sem kom fram í JFK og hann virðist hafa verið grautfúll með það og ýmsa gagnrýni sem myndin fékk, í stað þess að vera álitin stórisannleikurinn um þetta mál. Hann var m.a. gagnrýndur fyrir það hvernig hann hægræddi ýmsum hlutum í frásögninni og skáldagáfu hans var líkt við Barböru Cartland. Ég hef því alltaf haft á tilfinningunni að Oliver Stone hafi ekki haft mikinn point í að gera...

Re: Eiður Smári hættur með landsliðinu

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Aprílga

Re: Fitlerar fyrir digital vélar

í Ljósmyndun fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Polarizer virkar vegna þess að hann filterar ljósið sem fellur inná vélina, en innfrarauður virkar varla þar sem hann virkar aðeins á innrauða filmu. (Annars virkar hann sem hárauður filter). En gott þetta með fitlið.

Re: Leeds í skítnum

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Meiðsli þeirra voru nú reyndar bara óheppni. Johnson hefur lítið sem ekkert sýnt en Bridges var frábær á fyrsta sísoni sínu. Hann varð þá markakóngur liðsins.

Re: Saga Chelsea!!!

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Knattspyrnufélög kosta alla jafna ekki mikið vegna þess hversu skuldsett þau eru. Þ.e. eiginfjárstaðan er slæm. Þetta á samt ekki við um lið sem eru orðin almenningshlutafélög eins og Tottenham, Manchester United og Newcastle.

Re: ringu

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ég er búinn að sjá báðar myndirnar og verð að segja að það er eiginlega vonalaust að dæma myndina sem maður sér síðar. The Ring er fáránleg að mati flestra sem sáu Ringu á undan og öfugt. Ég er búinn að ræða þetta við fjölda fólks og þetta er svona hjá flestum.

Re: Spam er ógeð!

í Netið fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Flott svar hjá Jeedo. Ég hef þetta í huga næst þegar ég heimsæki Chickswithdicks.com :)

Re: gaurinn í mogganum vs. Kurt Cobane

í Rokk fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Hver hleypir svona crappi í gegn?????

Re: Happy Gilmore

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Nei ég verð að viðurkenna að ég hef ekki séð PDL. Ég missti einglega allt álit á Sandler þegar ég sá Little Nicky og Big Daddy. En takk fyrir, ég tékka á PDL.

Re: Leeds í skítnum

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Leeds keyptu Rio á 18 milljónir en seldu hann á 30. Þeir högnuðust því um verðið á Robbie Keane. Þó að margir af þessum leikmönnum hafi ekki kostað mikið, þá var staðan fyrir ekki góð og skuldirnar hlóðust upp. Það hefur verið sagt að OLeary hafi deilt við Risdale vegna þess að honum hafi aldrei verið gerð grein fyrir stöðunni og það hafi leitt til brottreksturs hans.

Re: Gibson SG & Fender Telecaster nöfnin

í Hljóðfæri fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Upphaflega átti Gibson Les Paul að vera á öllum gíturum þeirra, en hinn upphaflegi Gibson Les Paul var sá eini sem hélt nafninu. SG var í raun ekki hannaður af Les Paul og það er rétt að hann vildi ekki láta gítarinn bera sitt nafn, en það var líka vegna þess að honum fannst þetta vera slæmur gítar. Hann viðurkenndi þó að lokum mörgum árum seinna að hann hafi vanmetið SG gítarinn.

Re: Happy Gilmore

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Stylus mætti vanda sig dálítið betur, en hann er á réttri braut. Gilmore finnst mér vera besta mynd Sandler, en það er einn galli við Sandler sem leikara. Hannn er eiginlega alltaf eins í öllum myndum. Hann hefur líka leikið í argasta rusli undanfarin 2-3 á

Re: The Beach

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Reyndar skiptir eiginlega ekki neinu máli hvað bandariski náunginn hét. Myndin er gerð eftir bók og síðan handriti breska rithöfundarins Alex Garland sem hann skrifaði á nokkrum árum á ferðalögum sínum um Asíu. Hann var þá um tvítugt. Bókin kom út þegar hann var 26 ára. Í bókinni var söguhetjan breskur náungi sem for til Filippseyja til þess að finna paradís á jörð. Skv. Garland sjálfum var hugmyndin af bókinni sú, að sýna hvernig ferðamenn eyðileggja allt sem þeir koma nálægt. Illska,...

Re: Bobby ...rétti maðurinn til að byggja upp stórve.?

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Liverpool hefur fullt af góðum leikmönnum sem hafa þó verið að spila eins og miðlungsleikmenn á þessu tímabili, m.a. vegna þess að þeir ráða ekki við álagið sem fylgir því að leika í Liverpool peysunni og væntingarnar sem hvíla á þeim. Það að vinna deildina fyrst er erfiðasti hjallinn. Hann eru leikmenn Arsenal og Manu komnir yfir. En tíminn mun leiða í ljós hvort ég hef rétt fyrir mér eða ekki og við sjáum til hvað gerist.

Re: veit einhver?

í Teiknimyndir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
http://www.hugi.is/simpsons/greinar.php?grein_id=67556
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok