Píanóleikarinn heldur ekki á hljóðfærinu, það er rétt hjá þér, (Mér þætti samt gaman að sjá það) en hann er að spila á það með höndunum og tónninn hefur karakter. Heyrir t.d. muninn á því þegar eitthvað er spilað á hljómborð með snertinæmni eða án snertinæmni. Ég veit ekki betur en að trance, líkt og flest önnur pop tónlist, sé danstónlist. Nútíma danstónlist er til að dansa við, hún er ekki miðlun tilfinninga. Hlustandinn er ekki að gefa sér tíma til að hlusta á eitthvað ‘ris’ í laginu,...