Ótal tilraunir hafa verið gerðar á draugum, öndum og “yfirskilvitlegum hæfileikum”. Engum hefur tekist að sýna fram á neitt af þessu. Auk þess stríðir þetta að mestu leiti gegn heimsmynd okkar, og hún er ansi sterk og vel ígrunduð. Að afskrifa tilvist geimvera er talsvert öðruvísi vegna þess að þær stríða ekki gegn neinu í heimsmynd okkar. Líf annarsstaðar en á jörðinni er vel hugsanlegt, við réttar aðstæður. Líf án efnis er ekki hugsanlegt m.v. heimsmynd okkar sem er, eins og ég sagði áðan,...