En sko, skoðum t.d. muninn á setningunum: 1. Mér finnst brauð gott með bæði smjöri og sultu 2. Mér finnst brauð gott með hvoru tveggja smjöri og sultu Samkvæmt mínum málskilningi, sem ég útiloka ekki að sé réttur, þýðir 1. setningin að maður vilji hafa bæði smjör og sultu í senn á brauðinu, en 2. setningin gefur ekkert til kynna um að það þurfi að vera saman, þannig að það gæti verið hvort heldur sem er. Að segja “bæði” finnst mér gefa til kynna að um sé að ræða eitthvað tvennt saman, en...