Satt að segja held ég að áunnið líkamlegt þol gagnvart áfengi sé stórlega ofmetið. Vissulega spilar það inn í, en ég held að það sem hafi mest áhrif er að fólk venst því að vera fullt og fattar að það þarf ekki að láta eins og fávitar þó það finni eitthvað á sér. Og síðan það að menn læra af reynslunni og fara ekki fastandi á fyllerí, sturta síður í sig, læra að haga sér, etc.etc.