Vissulega ætti að fara eftir lögum og vissulega ætti að vera löggæsla, en þetta er ekki spurning um það. Þetta er spurning um hvaða friðhelgi hinir saklausu hafa. Þetta er spurning um hve miklu valdi lögreglan má beita hina saklausu, og hve mikinn fórnarkostnað við erum tilbúin til að sætta okkur við. Það er auðvelt að hugsa að maður geti svosem alveg hleypt löggunni inn í húsið sitt, enda hafi maður ekkert að fela, en myndiru vilja að hún hefði einfaldlega leyfi til að ryðjast inn og gera...