Þetta er nefnilega áhugaverð pæling. Mér finnst frábært að þú skulir gera þér grein fyrir því að það sem þú trúir sé ekki satt, og ég vona að þú látir trú þína ekki hafa of mikil áhrif á þær ákvarðanir sem þú tekur sem skipta einhverju máli. Það er eiginlega kjarni málflutnings alvarlegra trúleysingja, að ráðamenn séu ekki að láta trúarleg málefni hafa áhrif á ákvarðanatökur sem skipta máli, einmitt vegna þess að þetta er trú en ekki “vísindalega sannaðar kenningar” (sem ég fái nú lánuð þín...