Þetta er í rauninni ótrúlega einfalt. 103 þýðir að þú færð 3 einingar fyrir áfangann, 100 þýðir að það sé fyrsti áfanginn í röðinni. Þannig tekuru t.d. Stæ103 fyrst, síðan 203, og þar á eftir 303, osfrv. Svo inná milli koma auka áfangar sem heita þá t.d. stæ533, sem þýðir þá að þú þarft að vera búinn með 400 áfanga (stæ403) (til að komast í 500-áfanga), og að þetta er ekki hluti af aðal línunni, heldur til hliðar. Veit ekki hvernig þetta er síðan í öðrum skólum, en í MH tekurðu t.d. stæ103...