Þegar ég var 6 ára lenti ég í bílveltu með öllum fjölskyldumeðlimum mínum nema einum. Þess má geta að við vorum á gömlum Ford Bronco jeppa og það voru ekki belti aftur í. Mamma sem var fram í slasaðist smá og systir mín, annars var þetta ekki svo alvarlegt, hefði getað endað miklu verr. Síðan hef ég lent tvisvar í árekstri og tvisvar farið út af, annað skiptið þar var núna um daginn, þá var mjög hált og lélegt skyggni, vorum rétt hjá Litlu kaffistofunni og við fórum utan í stálgrindverkið...