Ég sá reyndar ekki Ísland í dag en ég sá Kastljósið þegar þeir tóku viðtalið við hann, og greyið maðurinn! Djöfull var ég pirruð. Það var alveg eins og þú varst að lýsa, þau hökkuðu hann í sig og tóku viðtalið við hann með því markmiði að rakka hann niður. Þetta er ekki fréttamennska fyrir fimmaura. Okey, hann hefði kannski átt að segja af sér þegar hann sá að Olíufélagið væri að gera eitthvað ólöglegt, en come on, þetta var fyrir 10 árum síðan! Talandi um að velta sér upp úr fortíðinni!...