Mér finnst þú ekki eiga rétt til þess að alhæfa svona um stelpur, samt alls ekki illa meint. Okey, auðvitað falla stelpur stundum fyrir “bad guys”, en alls ekki allar. Ég og vinkonur mínar viljum til dæmis ekki sjá neina vonda stráka! Ég væri mjög fegin ef ég hefði fengið að sleppa við að lenda í þessum vondu strákum sem ég hef lent í. Stundum bara leyna þessir strákar á sér, virðast vera góðir en reynast svo vera algjörir “playerar” og fara síðan bara illa með mann. Ég hef oft orðið hrifin...