Þetta ljóð er óendanlega fallegt. Hér fjallar Hallgrímur um dauðann. Ljóðið er frekar langt en ég vona að þið nennið að lesa það, það er þess virði :) 1. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund, fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, líf mannlegt endar skjótt. 2. Svo hleypur æskan unga óvissa dauðans leið sem aldur og ellin þunga, allt rennur sama skeið. Innsigli engir fengu upp á lífsstunda bið,...