Þannig er mál með vexti að ég átti 17 ára afmæli fyrir nokkrum dögum og fékk því bílpróf eins og flestir fá á 17 ára afmælisdaginn sinn. Um kvöldið fór ég á rúntinn með bestu vinkonu minni og vinum hennar,og allt gekk vel þangað til að á einum gatnamótum þar sem ég var á biðskyldu, leit ég ekki nógu vel til hægri, þó að vinkona mín, sem var fram í sagði; “passaðu þig, stoppaðu!” Ég var bara í allt öðrum heimi og var ekkert með athyglina á réttum stað. En þegar ég loksins sá bílinn þá...