Það erfiða er hinsvegar að oft eru þeir sem eru að skrifa ungir krakkar, jafnvel ósakhæfir. Einnig er fólk sem er að tjá sig á netinu oft nafnlaust og engin leið að rekja það hver skrifar hvað. Þegar rætt er um tímarit og dagblöð ber ritsjórinn ábyrgð á því sem birtist í blaðinu ef ekki er hægt að koma höndum yfir þann sem ritaði textann sjálfan, svokölluð hlutlæg ábyrgð. Vefstjórar á bloggsíðum, hafa hinsvegar ekki slíkt ritstjórnarvald, þeir geta ekki tekið út ákveðna hluta texta sem þeir...