Ok, lýstu fyrir mér samfélagi þar sem allir njóta fullkominna réttinda. Þar sem engin takmörk eru á frelsi neins? Þar sem allir eru jafnir? Sömu laun?Eins hús? Jafnmörg börn? Sama menntun? Allt jafnt? Gengur það upp? Það að láta einn fá hærri laun bara vegna þess að hann er með meiri menntun er mismunun, þeir vinna jafnlangan vinnudag, verkamaðurinn og bankastjórinn. Flestir munu vera sammála um að þetta sé réttlát mismunun, en hvar á að draga mörkin?