Til er svokallaður neyðarréttur sem lögfestur er í almennum hegningalögum nr 19/1940 og er að finna í eftirfarandi ákvæðum: “12. gr. Það verk er refsilaust, sem menn vinna af neyðarvörn, að því leyti sem það hefur verið nauðsynlegt til þess að verjast eða afstýra ólögmætri árás, sem byrjuð er eða vofir yfir, enda hafi ekki verið beitt vörnum, sem séu augsýnilega hættulegri en árásin og tjón það, sem af henni mátti vænta, gaf ástæðu til. Hafi maður farið út fyrir takmörk leyfilegrar...