Skemmtilegt hvernig þú talar um að stúlkan eigi að taka afleiðingum gjörða sinna, en ekki strákurinn sem hefur þá heldur ekki hugsað útí að nota getnaðarvarnir. Á hann ekki líka að þurfa að bera ábyrgð á þessu? Málið er að þeir sleppa oftar en ekki mjög vel frá þessu þó að stelpan ákveði að eiga barnið. Og jafnvel þó fólk passi sig geta alltaf orðið slys, ég þekki tvær stelpur sem urðu óléttar þó að þær væru á pillunni.
Já, hvíta útlendinga utan EES, sem er hvað? Rússar og nokkur austur Evrópulönd, Bandaríkin og hluti S-Ameríkubúa, Swiss, Ástralía og hluti af S-Afríkubúum. Ekki er það nú mikið…ekki miðað við restina af heiminum.
Eins og talað úr mínu hjarta. Ég er ekki Wiccan en þessi herferð gegn Wicca finnst mér almennt leiðinleg og á lágu plani oftar en ekki, þó að það séu margir sem koma með réttmæta gagnrýni er það undantekningin frekar en reglan. Reyndar stingur það mig alltaf þegar fólk er að ráðast á trúarbrögð annarra, enda telst jú trúfrelsi til mannréttinda.
Myndi benda henni á að kynna sér norræna goðafræði, gömlu keltnesku trúarbrögðin, gamlar íslenskar særingar og tékka á heimasíðunni www.witchwox.com til dæmis. Ef hún hefur áhuga á þessu vil ég samt benda henni á að þetta er margra ára starf og þjálfun. Það þarf mikið að lesa áður en nokkuð er gert. Það er til talsvert af góðum bókum sem fjalla um svona málefni en meira af lélegum bókum. segðu henni að leita fyrst að bókum sem fjalla um þetta á fræðilegum gundvelli, t.d goðsagna, trúarbragða...
Að sjálfsögðu hefur hún rétt á að vera ekki sammála feministum. Hinsvegar er slæmt að alhæfa um alla feminista, það eru heldur ekki allir feministar sammála þeim aðferðum sem sumar/sumir beita (n.b. ég þekki talsvert af karlmönnum sem eru feministar). Auk þess er launamunurinn ekki eina vandamálið, ég gæti hérna komið með runu af Hæstaréttardómum þar sem dæmt er að gengið hafi verið framhjá konu við stöðuveitingar vegna kyns hennar, og þá er ég ekki að tala um hina svokölluðu jákvæðu...
Ég get ekki séð að það sé svo slæmt að tala um karlrembu þegar sumir hér inni geta ekki nefnt feminista án þess að bæta við niðrandi orðum á borð við tussa, lessa o.s.frv. í setninguna. Kannski tóku einhverjar konur það nærri sér og trúðu mér, margar taka það nærri sér að vera kallaðar “rauðsokka tussur”. Ef það er ekki karlremba, hvað er það þá? Dónaskapur? Ruddaskapur?
Fyrirgefðu, mér bara datt ekki í hug að konur gætu verið á móti eigin réttindabaráttu. Það að þú ert stelpa finnst mér eiginlega enn átakanlegra. Þessu var samt ekki einungis beint til þín heldur frekar til þeirra sem voru að svara korkinum.
En skemmtilegt. Og ég sem þoli ekki þröngsýna unglingsdrengi sem ekki vita um hvað þeir eru að tala og eru fullir af fordómum og karlrembu. Svona er nú lífið merkilegt ;)
Sammála. Finnst vera búið að gera allt of mikið úr þessari bók. Fyrir utan skemmtilegar hugmyndir og mikið af áhugaverðum upplýsingum er þetta voðalega lítið annað en lélegur reyfari með stöðluðum og illa unnum perónum (sem nota bene eru alveg eins í öllum bókum Brown).
Þá geturðu bara skellt þér á www.amazon.co.uk og pantað það sem þú vilt þar, kemur oftast eftir 2-5 daga og kostar svipað og ef þú kaupir þær hérna, jafnvel ódýrari þrátt fyrir dónalega há tollgjöld.
Af hverju ekki? Þeir úthlutuðu þeim landsvæðinu á sínum tíma. Ef Ísrael hefði ekki brotið alþjóðalög með þeim hætt sem það hefur gert myndi SÞ bera skylda til að hjálpa þeim.
Það er ekki þeirra hlutverk að gera það, þeir hefðu bara átt að halda sig innan sinna landamæra en ekki fara að hernema land Palestínumanna. Ef Arabaríkin hefðu verið til vandræða hefðu þeir átt að snúa sér til SÞ og NATÓ til þess að gera viðeigandi ráðstafanir.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..