Sólkrossinn er heilagur hjá heiðnum, keltneski krossinn er frá því fyrir kristni á bretlandseyjum, swastikan í hindúisma, allt þetta eru dæmi um mismunandi útgáfur af krossmarki sem ekkert hafa að gera með kristni og eru eldri en kristni. Táknfræðileg merking krossmarksins er ekkert sem kristnir fundu upp, það táknar t.d höfuðáttirnar fjórar, að allir vegir séu færir og frumefnin fjögur sem eru fjögur bæði í fornri kínverskri speki og hjá germönskum þjóðum.