Jámm, en svo var ég að hugsa, þegar Harry var inni á skrifstofu Dumbledores í lok fimmtu bókar, og minntust eitthvað á dauða Siriusar þá sagði Phineas (hét hann það ekki? Man ekki í augnablikinu hvernig það er skrifað, en endilega leiðréttið mig!) “Ertu að segja að síðasti fjölskyldulimur Blackfjölskyldunnar, sé látinn?” Eða eitthvað svoleiðis. Svo fór hann yfir í hinn rammann og eitthvað. Kannski segir það samt ekkert meira, datt þetta bara svona í hug þegar þið byrjuðuð að tala um þetta.