Já.. mér finnst samt alltaf jafn ja.. sorglegt.. að hugsa til þess að þetta sé síðasta bókin! Ég ætla allavega ekkert að flýta mér neitt með hana. Gefa mér bara tíma til að lesa hana en ekki vera búin með hana strax, því þetta er síðasta bókin.
Þetta er alveg rétt hjá þér! Ég hugsaði ekki útí þetta eins og með bókina og myndina. Vá hvað þetta er eitthvað fljótt að líða - næstum 2 ár frá sprengjuárásunum :o
Já.. dvergurinn/álfurinn sem fylgdi Eragon á þarna bardagavöllinn var alltaf dvergur og álfur til skiptis. En eftir síðsta póst sem ég sendi hingað hef ég tekið eftir mörgum fleiri innsláttavillum, þar sem vantar bil og gæsalappir og svona. Og einhversstaðar var Dras-Leona skrifað Dras-Leone.
PFf já. Ætli þau hafi birt þetta því svo margir halda að hún komi út þennan dag? Eða þið vitið.. það er búið að vera að tala svo mikið um það að þessi dagur sé líklegur - eins og þau hafi haldið að sá dagur væri staðfestur eða eitthvað :/
Já, ég er sammála þér. Finnst eiginlega vera meira að marka svona “alvöru” Harry Potter síðurnar.. Een samt, ég vona að þetta sé rétt. Líka flott dagsetning :)
Ég er bara komin á blaðsíðu 300 og eitthvað og er búin að sjá fleiri en þrjár villur! Til dæmis: 'Uppi' skrifað ‘upppi’ 'Ugla' skrifað ‘uggla’ 'hennar' var ‘henanr’ ..og eitthvað fleira sem ég man ekki núna í augnablikinu. Hef tekið eftir 1-2 þar sem vantar bil og nokkrum sinnum vantar gæsalappir (sem ég sé mjög oft í þýddum bókum.) En það breytir því ekki að mér finnst þetta mjöög góð bók :)
Líka því svo var þarna ‘bæta við’ takkinn farinn. Og ef ég fór svo í ‘back’ þangað til ég kom að því þegar ég bætti við stóð með rauðum stöfum: “Aðeins er hægt að bæta við einu sinni.” En það er allavega Varnarlið Dumbledores
Já, það er varnarlið. Ég bætti því við en það kom ekki :/ Bara nokkrum sekúndum eftir að ég sendi þetta inn þá bætti ég því við.. Skrítið að það kom ekki ..
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..