Ég hef ekki séð myndina og get þess vegna ekki sagt mitt álit, en auðvitað er ekki hægt að gera myndir eins og bækurnar, heldur eru þær bara byggðar á bókunum ;) En auðvitað er bara fáránlegt að sleppa mikilvægum atriðum! Eins og t.d. í Harry Potter, þá slepptu þeir verðlaunafénu sem Harry gaf svo Fred&George..er svolítið forvitin um það hvernig þeir ætla að redda sér með búðina þeirra í fimmtu myndinni. En mér skilst að Eragon sé einum of mikið breytt.