Sumum kann að þykja það mannsvonska að loka ketti inni en ég held að ef þeir alast upp við það frá byrjun sé það ekki svo mikið mál fyrir þá, þeir þekkja ekki annað. Þessa stundina er ég með 7 stykki:) Þ.a. einn skógarkött en þeir eru oft dálitlir “villimenn” Hann hefur aldrei viljað fara út, ekki einu sinni þegar honum bauðst það. Ég hef prufað að fara með hann út í bandi en hann verður alveg skelfingu lostinn, klórar og bítur og er fljótur aftur inn:)