Ég hugsaði það sama þegar ég sá hann fyrst, þ.e. að hann minnti mig á Clio V6 en Clio'inn finnst mér gullfallegur, enda ek ég um á Renault Sport Clio 172.
Að sjálfsögðu er gírkassi í honum en það er 6 gíra DSG kassi í honum sem er í raun beinskiptur kassi með rafstýrðum kúplingum og er skipt með flipum aftan við stýrið.
Það er svo sem rétt, en mín kenning er sú að ef myndir með ófullnægjandi lýsingum sleppa í gegn þá koma bara fleiri slíkar, við skulum vona að ég hafi rangt fyrir mér.
Ég persónulega myndi flytja inn einhvern bíl sem ekki er til á Íslandi eða mjög fáir allavega, og einnig er ég með frekar sérstakan smekk og svolítið veikur fyrir 80's bílum. 2 bílar sem eru ofarlega á listanum eru Mercedes 190E 2.5 16v og Alfa Romeo 164 Q4, en ef ég ætti hversdagsbíl og vantaði leiktæki væri Renault Sport Clio V6 eða jafnvel Alpine Renault A310 V6 eða 610 Turbo
Ég skil ekki hvað okkar eigin budget hjálpar þér að velja bíl, hlýtur að vera með einhverja verðhugmynd? Bætt við 16. maí 2007 - 17:19 Og hvernig bíl ertu að leita að? FWD/RWD/4WD? Coupe/sedan/station? Er þetta hversdagsbíll eða leiktæki, má hann vera 2ja manna eða verður hann að rúma 4-5?
Ég myndi að sjálfsögðu ekki segja nei ef mér byðist hann frítt… en hann myndi fara beinustu leið á sölu… eftir smá hring ;) En það er eins og Evrópsku ofurbílarnir hafa eitthvað sem hann vantar… sál/karakter kannski?
Ég segi bara go for it, svo lengi sem þú veist hvað þú ert að fara út í með að kaupa Alfa. Þetta eru fallegir og skemmtilegir bílar, þó svo að mér finnist 1.6 svolítið lítill mótor fyrir bíl af þessari stærðargráðu.
Hvaða mótor er í honum, hvenær var skipt um tímareim, hefur hann fengið gott viðhald og er hann með þjónustubók? Annars finnst mér Alfa Romeo æðislegir bílar, skemmtilegir með mikinn karakter, en hafa ekki gott orð á sér fyrir áreiðanleika.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..