Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Golf GTI W12 650

í Bílar fyrir 17 árum, 6 mánuðum
W12 vél er með 4 raðir af af sílindrum, 3 í hverri röð, í raun eins og 2x V6 vélar “saumaðar” saman.

Re: Golf GTI W12 650

í Bílar fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Ég hugsaði það sama þegar ég sá hann fyrst, þ.e. að hann minnti mig á Clio V6 en Clio'inn finnst mér gullfallegur, enda ek ég um á Renault Sport Clio 172.

Re: Golf GTI W12 650

í Bílar fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Það var nú ekki útlitið sem heillaði mig við hann, ekki það að mér finnist hann ljótur samt.

Re: Golf GTI W12 650

í Bílar fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Að sjálfsögðu er gírkassi í honum en það er 6 gíra DSG kassi í honum sem er í raun beinskiptur kassi með rafstýrðum kúplingum og er skipt með flipum aftan við stýrið.

Re: Golf GTI W12 650

í Bílar fyrir 17 árum, 6 mánuðum
W12 ekki V12, en já ótrúlegt í bíl af þessari stærðargráðu.

Re: porsche 993 TT

í Bílar fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Það er svo sem rétt, en mín kenning er sú að ef myndir með ófullnægjandi lýsingum sleppa í gegn þá koma bara fleiri slíkar, við skulum vona að ég hafi rangt fyrir mér.

Re: porsche 993 TT

í Bílar fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Þetta verður seint kölluð góð lýsing, kemur ekki einu sinni fram hvaða týpa af 911/993 þetta sé né neinar tölur um bílinn.

Re: porsche 993 TT

í Bílar fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Ég hélt það væru komnar reglur varðandi lágmarkskröfur varðandi lýsingu á myndum.

Re: Top Gear krassaði Koenigsegg CCXR !!!

í Bílar fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Top Gear menn klesstu ekki Koenigsegg'inn í þetta skiptið heldur var það yfir verkfræðingur Koenigsegg.

Re: Innflutningur

í Bílar fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Ég persónulega myndi flytja inn einhvern bíl sem ekki er til á Íslandi eða mjög fáir allavega, og einnig er ég með frekar sérstakan smekk og svolítið veikur fyrir 80's bílum. 2 bílar sem eru ofarlega á listanum eru Mercedes 190E 2.5 16v og Alfa Romeo 164 Q4, en ef ég ætti hversdagsbíl og vantaði leiktæki væri Renault Sport Clio V6 eða jafnvel Alpine Renault A310 V6 eða 610 Turbo

Re: Innflutningur

í Bílar fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Ég skil ekki hvað okkar eigin budget hjálpar þér að velja bíl, hlýtur að vera með einhverja verðhugmynd? Bætt við 16. maí 2007 - 17:19 Og hvernig bíl ertu að leita að? FWD/RWD/4WD? Coupe/sedan/station? Er þetta hversdagsbíll eða leiktæki, má hann vera 2ja manna eða verður hann að rúma 4-5?

Re: Innflutningur

í Bílar fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Hvað erum við að tala um dýran bíl sirka, hingað komin?

Re: Top Gear krassaði Koenigsegg CCXR !!!

í Bílar fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Það var nú samt maður á vegum Koenigsegg sem krassaði bílnum svo TG menn eru nú saklausir í þetta skiptið.

Re: Plymouth Barracuda 1970

í Bílar fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Þetta eru magnaðir bílar, einn af mínum uppáhalds vöfðabílum.

Re: BMW Z3 M roadster

í Bílar fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Ég er game ef ég fæ að taka spin á Z4 ///M

Re: BMW Z3 M roadster

í Bílar fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Ég hugsa að þú yrðir fljótt atvinnulaus ef þú keyrir bíla fyrirtækisins þannig ;)

Re: BMW Z3 M roadster

í Bílar fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Hef aldrei verið hrifinn af Z3 en Z4 M Coupe er virkilega svalur, sá einn niðrí B&L um daginn.

Re: Gítar Effectar til sölu!!!!

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Eru einhver skipti inni í myndinni?

Re: E30 Bmw 333i

í Bílar fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Þessi mynd er af 333i ekki 335 en jú 333i er 6 cyl.

Re: E30 Bmw 333i

í Bílar fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Þessi var einn af svakalegustu bílum síns tíma, og er það enn að mínu mati, einstaklega fallegur og skuggalega öflugur.

Re: Topp 10 uppáhalds Futurama þættir mínir.

í Teiknimyndir fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Boneitis hét sjúkdómurinn. 80's guy Awesome, awesome to the max

Re: Topp 10 uppáhalds Futurama þættir mínir.

í Teiknimyndir fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Nenni ekki að gera top 10 en einn af mínum uppáhaldsþáttum er Future stock þar sem “that guy” fer á kostum.

Re: Saleen S7

í Bílar fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Ég myndi að sjálfsögðu ekki segja nei ef mér byðist hann frítt… en hann myndi fara beinustu leið á sölu… eftir smá hring ;) En það er eins og Evrópsku ofurbílarnir hafa eitthvað sem hann vantar… sál/karakter kannski?

Re: alfa spurning.

í Bílar fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Ég segi bara go for it, svo lengi sem þú veist hvað þú ert að fara út í með að kaupa Alfa. Þetta eru fallegir og skemmtilegir bílar, þó svo að mér finnist 1.6 svolítið lítill mótor fyrir bíl af þessari stærðargráðu.

Re: alfa spurning.

í Bílar fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Hvaða mótor er í honum, hvenær var skipt um tímareim, hefur hann fengið gott viðhald og er hann með þjónustubók? Annars finnst mér Alfa Romeo æðislegir bílar, skemmtilegir með mikinn karakter, en hafa ekki gott orð á sér fyrir áreiðanleika.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok