Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Mazoo
Mazoo Notandi frá fornöld 348 stig

Re: Oxford Aviation

í Flug fyrir 23 árum
Ekki vissi ég að þetta væri orðið SVONA dýrt, en ég vissi að það væri svolítið dýrara en hérna heima. Ef þú vilt klára þetta á góðum tíma í MJÖG GÓÐUM skóla þá er þetta sennilega besta leiðin. Ef vasarnir hjá þér eru annars ekki þetta djúpir þá er betra að klára þetta hérna heima, og það er jú líka ódýrara því það er möguleiki á að vinna með þessu námi hér á Íslandi. Ef þú ert tilbúinn til að skulda í t.d. 5 ár þá er Oxford ekki spurning.

Re: TF-FMS

í Flug fyrir 23 árum
Einmitt. Það verður líka að hafa í huga hvað vélin getur. T.d. er ég nokkuð viss um að Metro kemst ekki á hvaða velli sem er en Kingair kemst á ansi marga. Svo má líka reikna dæmið þannig að eldsneyti á piston er dýrara, og t.d. flýgur Cessna 402 töluvert hægar m.v. Kingair og þegar talað er um einhverjar vegalengdir þá er Kingair ef til vill ódýrari í rekstri.

Re: HEFURÐU FARIÐ ÚT Á GÖTU Í SKÓM?

í Flug fyrir 23 árum
Sama segi ég, það er sama hvað maður reynir að vera málefnalegur, það er öllu hafnað????????? Annar í fýlu.

Re: Flight Simulator 2002 Vááááá!

í Flug fyrir 23 árum
My mistake þá, sorry.

Re: Góð kaup fyrir fjölskylduna!

í Bílar fyrir 23 árum
Ég skil. Annars skildist mér að díselbíllinn hefði aldrei komið til landsins, en kannski hafa þeir komið með eitt eintak og sent út aftur. Vélin í honum fær a.m.k. mjög góða dóma á erlendum bílaheimasíðum.

Re: Smaladrengirnir

í Músík almennt fyrir 23 árum
Ókei. Hef aldrei heyrt á þá minnst en alltaf til í að heyra eitthvað nýtt. Hvar finn ég disk(a) með þeim?

Re: Smaladrengirnir

í Músík almennt fyrir 23 árum
Ég er ekki samkynhneigður, en mér finnst grunsamlegt hvað þú pælir mikið í þessu……… En ef þú getur ekki verið málefnalegur og sagt eitthvað uppbyggilegt þá nenni ég ekki að eyða tíma í þetta. Vertu nú víðsýnn og hlustaðu á diskinn með Smaladrengjunum í einhverra tónlistarbúð og segðu mér svo hvað þér finnst. Ertu til í það, eða ertu of upptekinn við að vera “reiður ungur maður” ? Ég skal meira að segja ganga svo langt að hlusta á eitthvað sem þú mælir með og segja þér mína skoðun á þeirri...

Re: Góð kaup fyrir fjölskylduna!

í Bílar fyrir 23 árum
…eitt enn, varðandi hljómtækin, þá er þeim stýrt í stýrinu á Picassoinum og það venst nú furðuvel. Ég hef aldrei átt bíl með þessum búnaði áður og það eina sem ég get sagt að sé slæmt við þetta, eða kannski frekar óheppilegt, er að ef stýrið er ekki beint, þá þarf ég stundum að leita að rétta hnappnum í nokkrar sekúndur! :-) Annars bara fínt.

Re: Góð kaup fyrir fjölskylduna!

í Bílar fyrir 23 árum
Heyrðu TRJ, prófaðirðu díselbílinn úti í Evrópu? Ég vildi nefnilega helst fá hann en það hefði tekið svo langan tíma að fá hann og Brimborg á engan til að prófa. Ástæðan er víst sú að leigubílstjórarnir vilja hann ekki því hann er ekki ennþá til sjálfskiptur, kemur víst á næsta ári. En viltu segja mér meira frá þessu með díselinn ? Er hann hljóðlátur og skilar vélin bílnum vel áfram ?

Re: Góð kaup fyrir fjölskylduna!

í Bílar fyrir 23 árum
Einfaldlega vegna þess að Scenic er jafndýr með minni vél finnst mér Citroen bíllinn betri kaup. Svo hefur Picassoinn það líka fram yfir Scenicinn að öll aftursætin eru jafnstór og t.d. er hægt að stilla bak hvers sætis fyrir sig, og fjarlægja hvert þeirra sjálfstætt. Mjög hentugt. En þrátt fyrir það þá finnst mér líklegt að ég myndi jafnvel kaupa Scenic frekar en Opel Zafira t.d. En ég er svakalega ánægður með Picassoinn. Engin vonbrigði ennþá a.m.k.

Re: Hlutir í flugvél?

í Flug fyrir 23 árum, 1 mánuði
Sæll vertu. Í stuttu máli, þá er Geirfugl besti kosturinn. Ég skal gefa þér fimm einfaldar ástæður: 1) Þú kaupir hlut í félagi og hluturinn hefur eftir því sem ég best veit hækkað stöðugt og selst strax aftur vegna eftirspurnar, og stundum á yfirverði. 2) Það er mjög erfitt að eiga hlut í lítilli flugvél með fáum hluthöfum. Viðhald á vélum hefur hækkað stöðugt og varahlutir sömuleiðis, sérstaklega ef þeir eru keyptir frá USA, vegna dollarans. Oftar en ekki leysast svona félög upp vegna...

Re: Góð kaup fyrir fjölskylduna!

í Bílar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Það er góð spurning. Hvað varðar Picasso þá kom hann fyrst á markað í fyrra og því er lítil reynsla komin á það hér heima, en ég sá reyndar þann eina sem er til sölu notaður, árgerð 2000, keyrður 18 þús. og ásett verð var ef ég man rétt rúmlega 1700 þús. Mér finnst það eðlilegt. Smábilanir hef ég heyrt að séu algengar í öllum frönskum bílum, en eins og venjulega eru þær algengar fyrstu þrjú árin, og hann er í ábyrgð þann tíma svo lengi sem maður fer með hann í reglubundið viðhald á verkstæði...

Re: Smaladrengirnir

í Músík almennt fyrir 23 árum, 1 mánuði
Voðalega áttu erfitt greyið……..

Re: Smaladrengirnir

í Músík almennt fyrir 23 árum, 1 mánuði
Ef þú skrifar þínar skoðanir hér á Huga, þá ættirðu að skilja það sömuleiðis hvers vegna ég skrifa mínar skoðanir hér á Huga. Frjáls skoðanaskipti og ritfrelsi er aðalsmerkið en ekki upphrópanir og ofbeldisgarg jafn innantómt og ómálefnalegt og það sem þú býður upp á. Ég þekki þig ekkert og hef þaðan af síður áhuga á að skjóta þig. Þér til eflaust mikillar ánægju get ég sagt þér (í fullum trúnaði auðvitað :-) ) að ég hlusta ekki á FM og er ekki hommi. Líður þér betur ? Eða ertu kannski að...

Re: Bíó-kvöld Flug86

í Flug fyrir 23 árum, 1 mánuði
Ég er svo heppinn að dag einn þegar ég vann á vídeóleigu var spólu skilað, og hvað haldið þið að hafi verið í hylkinu? Heimavídeó frá sýningunni með Dorniernum og allt saman. Eigandinn var bara feginn að ég skildi vilja eiga hana, lucky me!

Re: Hvers virði er atvinnuflugmannsskírteini?

í Flug fyrir 23 árum, 1 mánuði
Já, eða stéttarfélag fyrir vélarnar, sem sitja úti á stétt ho ho ho ho,,,,,,,,fimm aur, ég veit.

Re: Hvers virði er atvinnuflugmannsskírteini?

í Flug fyrir 23 árum, 1 mánuði
Ég vil biðja menn að athuga eitt atriði varðandi FÍA og Jórvík. Nú er Geirfugl með kjarasamning við FÍA, og þeir kenna að mestu leyti á tvær C-150-ur !!! Ekki er það nú einhver stærðarinnar rekstur og samt telja þeir sig hafa efni á því að vera með kjarasamning við FÍA fyrir sína kennara. Vill einhver segja mér hvers vegna Jórvík getur ekki verið með kjarasamning við FÍA og þar af leiðandi veitt flugmönnum sínum hluta af sjálfsögðu starfsumhverfi sem þeir eiga skilið?

Re: jákvæðar fréttir

í Flug fyrir 23 árum, 1 mánuði
Jú Kristbjörn, sumum finnst þetta skrýtin framkvæmd en þetta er samt eina skynsamlega leiðin fyrir alla aðila. Það getur komið fyrir, fræðilega séð, en mun samt ekki gerast því 737 vélum hefur farið ört fækkandi hjá Flugleiðum og þess vegna er það ekki vandamál, það er alltaf til mannskapur með réttindi. Þ.e.a.s. það eru svo margir með “tékk” og þeir þurfa því í flestum tilvikum aðeins að fara í hæfnipróf og upprifjun til að mega fljúga henni á ný. Flugmenn færa sig sáralítið milli tegunda...

Re: Tregðuleiðsögukerfi, einfalt mál ekki satt?

í Flug fyrir 23 árum, 1 mánuði
Stiffler, ég er flugmaður, en þetta er eins og áður sagði bein þýðing. Þú verður bara að lesa þetta aftur, þá skilurðu þetta kannski, ho ho ho.

Re: jákvæðar fréttir

í Flug fyrir 23 árum, 1 mánuði
Nei stiffler, þetta var allur pakkinn. Þegar flugmönnum er sagt upp skiptir ekki máli hver vélartegundin er. Það er sagt upp eftir starfsaldurslista og hann er það eina sem gildir.

Re: jákvæðar fréttir

í Flug fyrir 23 árum, 1 mánuði
Ertu viss um að þetta séu tvær VÉLAR ? Ég heyrði að þetta væru aðeins ÁHAFNIR fyrir tvær vélar. Sel það ekki dýrara en ég keypti það o.s.frv.

Re: Re:Re:Re:Re:Re: Vestmannaeyjabær vill Íslandsflug

í Flug fyrir 23 árum, 1 mánuði
Einhverra hluta á ég bágt með að trúa að “þetta sé mannfrekara en reiknað hafði verið með”. Sérstaklega þar sem bæði Flugfélagið og Íslandsflug vita manna best hvað þarf til að láta þetta ganga. En við skulum sjá til. Kannski mun Íslandsflug skaffa mannskap.

Re: Re:Re:Re:Re:Re: Vestmannaeyjabær vill Íslandsflug

í Flug fyrir 23 árum, 1 mánuði
Viljið þið ekki hætta þessum “smáatriðaveiðum” og halda ykkur frekar við kjarna málsins? Þið eruð kannski búnir að gleyma honum. :-) Þetta snerist um það að Vestmannaeyjarbær vildi Íslandsflug frekar en Jórvík. Ég vil því biðja ykkur um að svara einni spurningu, ykkar prívat álit. Hvers vegna vilja Vestmannaeyingar EKKI Jórvík ? Kv. Mazoo

Re: Atvinnuhorfur í flugi.

í Flug fyrir 23 árum, 1 mánuði
Sæll davidb. Kíktu á korkinn “Atvinnuhorfur í flugi” og þar undir sérðu “Flugnám í dag”. Þar sérðu hvað við höfum skrifað þar um einmitt þetta efni. Það ætti að duga þér. Kv. Mazoo

Re: Atvinnuhorfur í flugi.

í Flug fyrir 23 árum, 1 mánuði
Já þið segið nokkuð. Ég er nú ekki viss um að menn vilji vinna við að vera paranoid allan daginn. Mazoo
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok