Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Mazoo
Mazoo Notandi frá fornöld 348 stig

Re: Atvinnuhorfur í flugi.

í Flug fyrir 23 árum, 1 mánuði
Tjah! Nú verð ég að viðurkenna að ég er ekki viss hvort Siquay var að grínast eða ekki.??? Hins vegar, þá myndi ég fyrst sækja um hjá Flugfélagi Vestmannaeyja eða Mýflugi til að öðlast twinreynslu. Þeir eru a.m.k. með kjarasamning við FÍA. Það versta er að þeir menn sem ekki eru með kjarasamning, virðast ekki gera neitt til að kynna sér hvað það felur í sér að hafa einn slíkan. Það er ómetanlegt og ég hvet alla sem geta að lesa einhvern kjarasamning sem gerður hefur verið milli starfsmanna...

Re: Vestmannaeyjabær vill Íslandsflug

í Flug fyrir 23 árum, 1 mánuði
Jamm, þetta með MCC er greinilega tala sem ég hef einhvern heyrt segja, mundi ekki eftir því að það var Flugskóli Íslands. Þetta með launin er alveg rétt og er bein afleiðing jafnlaunastefnu sem mig minnir að hafi verið tekin upp þegar Loftleiðir og Flugfélag Íslands sameinuðust. Auðvitað er þetta út í hött í dag og ég held að ein ástæðan fyrir því að FÍ var stofnað aftur var meðal annars til að geta samið um lægri laun fyrir innanlandsflugið, en ég get svo sem ekki verið viss um það. Stærri...

Re: Flugnám í dag

í Flug fyrir 23 árum, 1 mánuði
Highflyer og Fresca hafa rétt fyrir sér. Ef þú reynir ekki, þá muntu alltaf sjá eftir því, það er næstum öruggt. Það er ekkert mál að fá peninga til að læra, bankarnir eru vinir þínir og einhverjir veita lán sem er þannig að þú þarft ekki að byrja að borga til baka fyrr en þú færð vinnu! Það er auðvitað alveg meiriháttar gott. En ef þú hefur svona mikinn áhuga skaltu byrja strax að læra. Það er mjög snjallt að vera búinn með einkaflugmannsprófið áður en þú klára stúdentinn svo þú getir farið...

Re: Atvinnuhorfur í flugi.

í Flug fyrir 23 árum, 1 mánuði
Andið rólega. Þetta er áfall sem kemur með reglulegu millibili í flugrekstri á Íslandi. Það eina sem menn geta gert, er að halda sér fljúgandi til að viðhalda réttindunum og bíða eftir að komast að aftur. Hinir sem ekki eru í vinnu hvort eð er sem flugmenn, ættu kannski að leita fyrir sér erlendis í t.d. 2-3 ár til að öðlast einhverja reynslu áður en kemur að næstu ráðningum. Svo megið þið alls ekki gleyma því að Flugleiðir eru ekki eina félagið á landinu, þó það sé almennt viðurkennt að það...

Re: Vestmannaeyjabær vill Íslandsflug

í Flug fyrir 23 árum, 1 mánuði
Sæll deTrix. Það er alltaf svolítið gaman þegar “hitnar í kolunum”, sérstaklega ef menn geta áfram haldið sig við að vera málefnalegir. Ég læt hina um að svara fyrir sig en fæ kannski að “commenta” á það sem þú beindir að mér. Atriði eitt: Ég er sammála þér hvað varðar öryggi og hagkvæmni piston véla, en er það satt að Chieftaininn hafi verið dýrari í rekstri? Kjaftasaga? — Já það er víst þannig að þegar vélin var farin að vera meira inni í skýli en Dornier og aðeins níu sæta, var orðið...

Re: Vestmannaeyjabær vill Íslandsflug

í Flug fyrir 23 árum, 1 mánuði
Rétt hjá Otra. Pælið aðeins í því hvað það er mikið mál að fá Jetstream vélarnar til landsins. Í fyrsta lagi þarf að samþykkja allt bókhald og viðhald fyrir þær, og þar af leiðandi þarf flugvirkja með réttindi á vélina. Eru þeir til? Hvað kostar að þjálfa þá? Sama má segja með flugmennina. Eru þeir til? Ég held að það þurfi að þjálfa alla mennina sem eiga að fljúga þessari (þessum?) vélum. Segjum að það verði fjórir þjálfaðir til að byrja með, í sparnaðarskyni. Ætli hver þjálfun kosti ekki...

Re: Flugvél

í Flug fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Hvað er verið að selja stóran hlut og hvað kostar hann? Er vélin í flughæfu ástandi?

Re: Vestmannaeyjabær vill Íslandsflug

í Flug fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ég skil bæjarstjórann mjög vel því hann þarf að hugsa um hag og öryggi bæjarbúa og sinna starfsmanna. Oftar en einu sinni hafa einhverjir byrjað að fljúga á piston twin vélum til að reyna að græða. Því miður er það mjög erfitt í dag. Þessar vélar eru gamlar og dýrar í rekstri, fyrir utan að safety record þeirra telst ekki lengur ásættanlegt í áætlunarflugi. T.d. frétti ég að Dornier Íslandsflugs hefði verið orðinn ódýrari í rekstri en Piper Chieftain vélin þeirra, enda var hún seld....

Re: Flight Simulator 2000

í Flug fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ein besta síðan sem þú finnur hvað þetta varðar er www.flightsim.com. Það eina sem þú þarft er að búa til “login” og “password”. En það er endurgjaldslaust. Þúsundir skráa bíða eftir þér í ofvæni!!!! :-) Góða skemmtun. Kv. Mazoo

Re: Munurinn á Piper, Cessna og Socata

í Flug fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Mjög góð spurning. Satt að segja hef ég aldrei spáð í þetta sérstaklega, en ég ætla að giska á að stjélhjólsvélar hafi eftirfarandi þætti með sér í þessu: a) Léttari en nefhjólsvélar í flestum tilvikum. b) Minni mótstaða því ekkert nefhjól er til staðar til að þyngja vélina að framan og þá þarf ekki að halda nefhjólinu af brautinni á grófum eða mjúkum brautum. c) Cub-ar og Jodel-ar eru frábærar flugvélar, og þar ræður held ég einfaldlega hönnun viðkomandi vélar, óháð því hvort hún hefur...

Re: British Aerospace Jetstream 31

í Flug fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ach so! Þá er LÍÓ á leið úr landi eða hvað? Eða kannski ætlar hann að vera með í þessu krulli. Ef innanlandsflug verður að miklu leyti aftur á “bulluhreyflavélum” þá er ég ansi hræddur um að menn fari frekar keyrandi. Það er svo erfitt að reyna að fá kúnnann til að samþykkja eitthvað verra en það sem hann er orðinn vanur. Ef þeir fá ekki Jetstream vélarnar fljótlega, þá er ég ekki bjartsýnn fyrir þeirra hönd. Kv. Mazoo

Re: British Aerospace Jetstream 31

í Flug fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Þetta er ágætis vélar, það vantar ekki. En þær eru alveg örugglega ekki “nýjar”. Ég bíð spenntur eftir að sjá þær, og á hvaða leiðum Jórvíkurmenn áætla að fljúga. Miðað við hversu margar sögur lita rampinn reglulega, þá trúi ég því þegar ég sé þær, að þær komi. En vonandi fá einhverjir vinnu við að fljúga þeim. Kv. Mazoo.

Re: Munurinn á Piper, Cessna og Socata

í Flug fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Gott að eiga svona góða vél. Hún er þá væntanlega með lága tómaþyngd líka. Bara það er gulls í gildi þegar maður er með lítið “payload”. Kv. Mazoo

Re: NIMBY

í Flug fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Þið eruð menn að mínu skapi! (0 o ) (0 Kv. Mazoo

Re: Hvenær kemur arftaki C-150/152 ?

í Flug fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Vilja menn ekkert ræða þetta frekar? Er virkilega ekkert meira um þetta að segja? Kv. Mazoo

Re: NIMBY

í Flug fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Alveg hárrétt. Ekki samt gleyma því að í stríðinu var flugvöllum holað niður hvar sem pláss var að finna, eftir að húsin voru byggð, svo þetta eru að einhverju leyti afleiðingar þess. Ef einka- og kennsluflugið (eða almannaflug) á höfuðborgarsvæðinu fær nýjan flugvöll sunnan Hafnarfjarðar, er aðeins tímaspursmál hvenær byggðin nær þangað. Hvað þá? Er ekki bara best að flugmenn taki sig saman og sæki um lóðir upp við völlinn honum til verndar í framtíðinni? Kv. Mazoo

Re: Munurinn á Piper, Cessna og Socata

í Flug fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ó, ég skil. Bíð spenntur. kv. Mazoo

Re: Mika hættir eftir allt saman...

í Formúla 1 fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ef satt er, þá er það afskaplega leiðinlegt. Sérstaklega þegar haft er í huga að Hakkinen er sá maður sem stendur upp úr sem sannur og kurteis íþróttamaður og séntilmaður sem ber af hinum “toppunum”. Ef hann er að hætta mun ég sakna hans mest fyrir það, fyrir auðvitað utan hversu frábær ökumaður hann er. Það verður ekkert gaman að þessu lengur ef “Skósmiðurinn” gnæfir yfir hina keppendurna eins og hann hefur því miður reyndar gert á þessu keppnistímabili. Kv. Mazoo

Re: Munurinn á Piper, Cessna og Socata

í Flug fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ekki er það nú traustvekjandi að flugmaður og eigandi vélarinnar sinnar kunni ekki á handbókina, ha? ;-) Þú kannt á vélina er það ekki? Ho ho ho! Geturðu ekki slumpað á þetta, þó hann sé ónákvæmur? Kv. Mazoo

Re: SORGARDAGUR !

í Flug fyrir 23 árum, 2 mánuðum
….og væntanlega um 140 tonn af eldsneyti…….

Re: Munurinn á Piper, Cessna og Socata

í Flug fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Gott hjá þér Grizzly, því lengra því skemmtilegra. Annars vil ég nú biðja þig að sýna mér eitt dæmi miðað við eftirfarandi forsendur og miðað við þína vél. Hvað er hún annars mörg hestöfl? ISA 4 fullorðnir karlmenn (4 X 84 kg.) 2 klst fuel Logn Malbik Hvað er eftir af useful load og hvað þarf vélin langa braut? Það væri gaman ef einhver sem á Piper Cherokee t.d. gæti sýnt okkur dæmi m.v. sömu skilyrði. Ég skal reyna að redda sama dæmi fyrir Socata TB-10. Kv. Mazoo

Re:

í Flug fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Over and out. The more the merrier er venjulega sagt í svona hópum svo það er leiðinlegt að missa mann “í stríðinu”. Þú kemur kannski aftur. Kv. Mazoo

Re: Munurinn á Fokker 50 og ATR-42-300

í Flug fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Mjög góð spurning hjá þér Kristbjörn. Hver er framtíðarflugvélin? Nú er hægt að fá Fokker ódýrt því mörg helstu félög eru að skipta honum út fyrir þotur í sama stærðarflokki, eða ATR-72-500 og Dash-8-400 sem báðar taka fleiri farþega og fljúga hraðar. Þessu er kannski ómögulegt að svara, en þoturnar hafa flestar ennþá þann galla að þurfa langar brautir og hafa of háa hraða til að athafna sig á völlum eins og á Íslandi. En þær verða alltaf betri og betri, svo ætli það sé ekki óhætt að segja...

Re: Munurinn á Fokker 50 og ATR-42-300

í Flug fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Jú jú, þegar tveir eða fleiri besserwisserar mætast, þá er ekki von á góðu. Maður hefur orðið vitni að mörgum blóðugum “nördaátökum”. ;-) Kv. Mazoo

Re: Munurinn á Fokker 50 og ATR-42-300

í Flug fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Alveg rétt hjá þér grizzly. Ég held bara að við höfum aðeins misskilið hvorn annan varðandi staðsetningu. Spoileronarnir geta eiginlega ekki verið utar á vængnum, það er rétt. Hefurðu séð væng á 757 strax eftir lendingu þegar spoilerarnir koma upp? Það er magnað að sjá hvað það virðist lítið vera eftir af vængnum, allir þessir flekar út og suður upp og niður og maður getur næstum séð í gegnum allt dótið. kv. Mazoo
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok