Smashing Pumpkins fan geta hlakkað til þess núna að slatti af efni mun koma út með hetjunum á þessu og næsta ári. 6. Nóvember kemur út Greatest Hits plata (en þið eigið öll lögin þaðan, right?) svo kemur út e.k. framhald af Pisces Iscariot, eða B-hliða safn af Mellon Collie, Adore og Machina. Síðan kemur það sem mig hlakkar til, safn af myndböndunum á DVD og DVD með heimildarmynd og loka hljómleikunum þeirra. Þau verða löng jólin hjá mér!