Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Hve raunverulegur er GT2? (6 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Nú veit ég að sumir ykkar eiga bíla em eru í GT2. Hvernig er að keyra þá í alvörinni samanborið við GT2? Sjálfur hef ég keyrt nokkra en kannski ekki nóg til að geta sagt til en tilfinningin er merkilega lík. Svo átti ég í tvö ár bíl sem ég fékk sjokk þegar ég prófaði hann í upprunalega Gran Turismo. Merkilega nákvæmt. Svona sérstakir eiginleikar komu greinilega fram. Inertia over-steer úr beygjum sem bíllinn leiðrétti sjálfur sannfærði mig strax.

Pure driving thrill... GT2 (3 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Ég hef tekið eftir því að flestir félagar mínir eiga bara einhverja ca. 400hö og upp bíla í GT2. Sjálfur elska ég marga óbreytta bíla á milli svona 100-200 (ok ok og kannski aðeins yfir:) Lotus Elan og Europa eru ótrúlega skemmtilegir. Á nær alveg ótjúnnaðan Elan Sprint með svo neutral handling að það á ekki að vera hægt. Datsun 240Z er mjög áhugaverður og sömuleiðis fyrsta gerð af Mazda RX-7 GT-Turbo. Ég gæti haldið áfram að telja upp og röfla en hvað finnst ykkur smekkmönnum um svona?

Tenglakubbur (9 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Nú er ég búin að setja upp 1 stk. amatör tenglakubb! Þetta eru bara frumdrög, “working prototype”, þannig að allar athugsemdir eru vel þegnar. Sérstaklega fleiri linkar, t.d. væri gaman að geta sett upp nokkra tjún-tengla, DIY og How-To. Og til að fá ekki óþarfa fyrirspurnir þá bíst ég ekki við að hafa tengla til framleiðenda og umboða. Það eru svo margir tenglar og auðvelt að finna þá annars! Mal3

Grand Prix Legends (4 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Hefur einhver ykkar spilað Grand Prix Legends? Þetta er dálítið gamall leikur en ég hef eftir áreiðanlegum heimildum að þetta sé einn sá besti. Ég keypti hann en hef ekki getað spilað hann að ráði því ég tími ekki að kaupa stýri. Getiði gefið mér álit áður en ég rýk í stýriskaup?

Vangaveltur um bílaleiki! (6 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Nú er kominn korkur fyrir þá sem eru að spila og spá í aksturherma eins og t.d. Gran Turismo og Colin McRae seríunum.

Hvað varð um CS IRC þráðinn? (3 álit)

í Half-Life fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Ég ætlaði að kíkja aftur á umræðuna um #counter-strike.is irc rásina og hreint fann hana ekki. Hvað gerðist?

CS Frustration (HJÁLP!) (5 álit)

í Half-Life fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Ég var að kaupa mér Half Life Generation pakkan og ætla að fara að spila CS. Þá er hann out-of-date. Ég næ í V1.1 update fyrir “retail version” (tvær atrennur… grrr) installa því og fer svo núna í CS og vel play game. Hvort sem ég fer í Quickstart eða Play Game þá frýs fjandans leikurinn. Ekkert harkalega heldur bara [not responding]. Hvað nú? 1.1.0.6 f/Half Life? Ef svo er hvar finn ég hann? Það má segja að þetta kæli aðeins niður æsinginn! Þið vönu eruð líka að missa ef ca. nokkur hundruð...

Kyn kapteins (útfrá könnun) (11 álit)

í Sci-Fi fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Mér er sama hvort það verður hann eða hún. Það er hinsvegar reynsla mín að í 2/3 tilfella eru sköllóttir kapteinar bestir. Auðvitað ef þetta á hausnum á Janeway er hárkolla þá dettur kenning mín beint á andlitið! Annars er fullt af kvikmyndastjörnum búnar að demba sér í sjónvarpið. Sheen-feðgar, Rob Lowe, Michael J. Fox o.fl. Maður gæti kannski fengið að sjá Baldwin bróðir (eða bara alla familíuna) sem kaptein, eða kannski John Laroquette. Hann hefur reynslu af að leika klingona með asnaleg...

Koenigsegg CC vs. McLaren F1 (0 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Af öllum ofurbílunum sem munu koma á næstu árum þykir sænski(!) Koenigsegg CC lofa bestu. Þegar er talað um að þetta verði bíllinn sem taki við McLaren F1. Koenigsegg verður aðeins kraftmeiri og aðeins léttari og mun líklegast slá Macca F1 við á blaði. Fyrir mitt leiti þarf meira til að fella kónginn, þar sem útlit og framkvæmd var allt á stórfenglegasta máta hjá meistara Murray. En ég kvarta ekki ef Koenigsegg CC skákar F1 hvað varðar afköst og aksturseiginleika. Þá hefur ofurbíllinn færst...

Nýjan kork (3 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Á flug áhugamálinu er korkur fyrir flugherma. Ég held það væri tilvalið að hafa aksturhermakork á bílar. Nógu margir hérna hafa allaveganna áhuga á Gran Turismo og það er mikið af upplýsingum sem er gaman að skiptast á varðandi GT. Á einhver gott setup?

Mynd á síðuhaus (8 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Ég fór allt í einu núna að hugsa um það að bílarnir sem eru alltaf á forsíðu bíla-áhugamálsins eru: M-B SLK, BMW Z8 og Dodge Viper RT/10. Þetta verður nú seint kölluð heilög þrenning! Ég útnefni hér með Ferrari 308GTB, Porsche 911 og Jaguar XJ-6 sem fulltrúa þessa ágæta áhugamáls.

F1 vs. Group B rall (0 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Hérna kemus óhugnanleg staðreynd sem ég held að ykkur þyki gaman að. Árið 1986 þegar Group B rallið var enn við líði prófaði Henri Toivonen að keyra nokkra hringi á Lancia Delta S4 rallbíl á Estoril brautinni í Portúgal. (Hvað er þetta með mig og Estoril brautina?) Besti hringur sem hann náði hefði dugað til að koma honum í sjötta sæti á ráslínu í Formúla 1 kappakstrinum! Sér einhver fyrir sér McLaren/Focus á móti Schumacher/Ferrari í dag? Varla.

Tengill - AutoZine (1 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Ég var að rekast á vefbílablaðið AutoZine rétt áðan og verða að segja að mér líst vel á fyrstu kynni. Ég gat lesið um nýjan ofurbíl sem Porsche kann að byggja, sjá myndir af 911 með nýju útliti og fræðast um nýja Mazda-bíla með Wankel-mótora. Ég get sagt ykkur það að framtíðin er björt! Nú vantar mig bara pening fyrir Mazda RX-5!!! Nóg röfl, linkurinn: http://home.netvigator.com/~europa/index.html Verst að hætt er að bæta við síðuna en hún mun áfram vera uppi um tíma.

Frumraun Parkers (4 álit)

í Teiknimyndir fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Ég veit að allir sem stunda South Park vita um/hafa séð bæði Baseketball og Orgazmo. En fyrir þá sem hafa gaman af öðru því sem Trey Parker (og Matt Stone líka) hefur gert vil ég benda á fyrstu mynd Parkers í fullri lengd. Hún heitir Alferd Packer: The Musical (aka Cannibal: The Musical) og er að mínu mati besta mynd Parkers. Hún er gerð fyrir mjög lítið budget og skaðar það myndina ekki neitt að mínu mati. Svo er hún söngleikur troðfull af lögum (ásamt dansatriðum!) sem fá aðdáendur slíkra...

Strumparinn (2 álit)

í Tilveran fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Farið á www.smurfalizer.com en með því að fara á vefsíður í gegnum þá síðu getið þið strumpað þær upp. Hugi verður mjög strympinn!

Aðrir Hugar (4 álit)

í Tilveran fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Vita einhverjir um síður sem eru líkar Huga.is nema þá bara erlendis?

Haiku (1 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Ég er nú langt því frá að vera hagyrðingur en ég hef dálítinn áhuga á japönskum smáljóðum, Haiku. Er ekki einhver fróður um þannig nokkuð, bæði bragarform/reglur og bara svona almennt?

Tenglar (1 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Á mörgum áhugamálum á Huga er tenglasafn. Þetta væri góð viðbót við HugaBíla.

Myndir (yet again) (0 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Ég veit að þetta er orðið dálítið þvælt efni til að væla út af, en samt: Ég sendi inn eina (1!) mynd sem ég taldi alveg ágæta af bíl sem er sjaldan talað um og hélt að bílahugarar hefðu mögulega gaman af (áður en þetta deyr allt hér). Nett mynd, smá texti, svona eins og sumir hafa gert oft áður. Þegar ég kíki inn næst er mynd af M3 með textanum “flott”! Ekki það að ég sé öfundsjúkur, myndin hafði fullan rétt á forsíðu. Mín bara komst ekki inn á aðrar myndir einu sinni. Ef ég hefði sent þetta...

Örstutt um könnunina (1 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Er einhver sammála mér eða er hægt að gera gagnslausari könnun? Mér finnst t.d. ein gerð af felgum frá Momo flott og tvær frá Borbet. Eða eitthvað! Og er hægt að gleyma: BBS, Oz, Speedline og fleiri svona nöfnum ef á annað borð er farið út í þetta?

Skoðanakönnun... (0 álit)

í Jeppar fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Ég verð að játa það að þola ekki jeppa þrátt fyrir stórfellda bíladellu. Svo þegar ég sé þessa könnun um hvaðan fallegustu jepparnir koma ætla ég nú samt að kjósa. En hvað haldiði: jepparnir frá Land Rover eru einu jepparnir sem ná að vinna eitthvað á þessari anti-jeppa-dellu minni og það var ekki hægt að velja Bretland! En þýskaland var inni og ég man bara eftir tveimur jeppum þaðan sem má kalla annað en slyddujeppa: Gelandewagen frá M-B og Unimog sem er nú eiginlega trukkur.

Konur í kappakstri? (6 álit)

í Formúla 1 fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Varðandi skoðanakönnunina sem er í gangi þegar þetta er skrifað þá langar mig til að minna á konur hafa keppt í mótorsportum með árangri. Ef ég man rétt varð Michelle Mouton heimsmeistari í rallakstri á 9. áratugnum (heimildir mínar eru götóttar, þannig að látið heyra í ykkur ef ég bulla!). Hún keppti á Audi Quattro og myndi ég halda að það hefði verið í Group-B sem seinna var lögð niður vegna þess hve hættulegt var að nota svona kratmikla bíla í rall. Michelle Mouton setti svo á fót the...

Akstursleikir (4 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Mér sýnist á öllu að margir sem stundi þetta áhugamál hafi verið duglegir í hinum ýmsu bílaleikjum. Sjálfur er ég ekki dugler í dag en sóttist mjög í raunverulegu leikina eins og GT1, GT2 og Colin McRae 2.0. Hvað um ykkur, væri þetta ekki efni í nýtt áhugamál? Svarið mér nú allir rafrænir ökuþórar! Hamsatól!

Bönnum sjálfsfróun! (12 álit)

í Deiglan fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Ég vissi ekki alveg hvar ætti að pósta þessu en ég kemst víst næst lagi með að senda þetta hingað. Ég þarf að rannsaka þessa síðu (url fyrir neðan) betur, en þessi síða virðist eiga að vera hluti af herferð gegn sjálfsfróun. Ef þetta er brandari, þá er hann alveg frábærlega góður. Ef þetta hinsvegar er satt þá er “the religious right” á hraðleið út í að verða skemmtilega ruglað. Ég held að þetta fólk sé bara að skjóta sig í fótinn. Samt m.v. kjörsókn (og talningu) í USA veit maður aldrei...

McLaren/BMW pirringur (0 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Það er enn að pirra mig að einhver lét þau orð falla um daginn hér á síðunni að það drægi McLaren F1 niður að vélin í honum væri samskonar og í BMW 750. Vélin í McLaren F1 var sérhönnuð fyrir verkefnið (ég veit ekki hve mikið var notað af fyrirliggjandi pörtum). Vélin er 6.1l og 627 hö. Þannig er ekki í BMW 750. Ég býst við því að sú vél sé 5.0 lítrar (maður veit þó aldrei um svona með BMW) og eitthvað yfir 300 hö, but then… Who cares!<BR
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok