Að margfalda mílur með 1,6 til að fá kílómetra er nógu nákvæmt. Annars var vefur í Bretlandi þar sem var hægt að sjá áreiðanleika bíla skv. könnunum. Á þeim vef var Ford Ka áreiðanlegasti smábíllinn, svo þetta kemur aðeins á óvart. Hvað gerist með diskana ef maður skiptir ekki um klossana? Þótt það sé létt verk, finnst mér allt of mikið að skipta um þá árlega, sérstaklega á svona litlum, léttum bíl. En svo er annað, bíllinn þinn er fyrsta árgerð, eru þetta ekki bara gallar sem hafa verið...