Ég er alls ekki að reyna að gera lítið úr þeim bílum sem um er að ræða, eða segja að þeir eigi ekki heima á sportbílasýningu. Mér finnst þeir hins vegar ekki vera sportbílar, heldur fólksbílar. Sportlegir fólksbílar og/eða fólksbílar með sporteiginleika vissulega, en ekki sportbílar. Ég er mjög hrifinn af orðinu „sportsmábíll“ fyrir það sem á ensku er kallað „hot hatch“, t.d. Citroën C2 VTR. Það er frábært að sportlegir eiginleikar séu gerðir fleirum aðgengilegir með því að framleiðendur...