Ég held einmitt að algengasta gagnrýni á Porsche, frá Boxster og allt að Cayenne, hafi verið á gæði innréttinga. Ég hef sest í nokkra Boxstera og innréttingarnar þótti mér aldrei merkilegar. Útlitshönnunin er smekksatriði, en efnin sem mátti finna þarna voru oft alls ekki í takt við verð bílsins. Reyndar hefur Porsche sífellt verið að bæta úr þessu, en innréttingarnar í Boxster voru hannaðar á svörtustu tímum Porsche, þegar lítið var í sjóðum fyrirtækisins og því miður bera þessir bílar þess...