“Svo tók ég eftir að einhver nefndi Bob Dylan nokkurn, sem seint verður talinn góður söngvari því miður, þó svo að textarnir hans hafi verið mjög góðir.” Þetta fer auðvitað allt eftir hvernig maður metur söngvara. Ef við ætlum að tala um hve lengi hann heldur hreinni nótu, raddsvið, tækni og svo framvegis eru ansi margir hér sem myndu kannski ekki teljast góðir söngvarar yfir höfuð. Mér finnst túlkun skipta miklu meira máli í rokki, að menn geti sungið textann svo hann virðist skipta máli....