Ég er stoltur af sjálfum mér þegar ég geri eitthvað sem mér finnst stoltsvert. “Landið” mitt er samansafn hluta, góðra og slæmra. Að vera stoltur af landinu mínu er eins og ég væri stoltur yfir því að nágranninn ætti flottan bíl. Það er margt gott við Ísland og mér finnst best að það njóti sannmælis, en það er líka ýmsilegt sem er ekki jafn gott, kannski slæmt og þá er best að það njóti sannmælis líka. Esjan er falleg, en ég verð ekki stoltur þegar ég sé hana eða hugsa um hana. Jú, fegurðin...