Júllur, við viljum júllur! En án gríns… Ætli einn besti eiginleiki kærustunnar minnar og það sem dró mig að henni var hve gott við áttum með að tala saman. Ég sé ekki hvernig ég ætti að finna mér maka á djamminu þar sem samskipti eru ómöguleg þar og samskipti eru einmitt lykilatriði. Ég og mín erum að mörgu leyti gjörólík, en við eigum það þó, að ég held, sameiginlegt að vera geðgóð og þótt við verðum óánægð verða engar sprengingar. Það líður aldrei á löngu þar til við tölum rólega saman og...