Ehem, ég er (fyrrverandi) Trekker og viss um það að ég hafði meira gaman að Galaxy Quest en einhver sem þekkir ekkert til ST. Ástæðan er sú að ég veit í hvað brandararnir eru að lýsa, hvaða áhafnarmeðlimi er verið að skjóta á o.sv.fr. Hinsvegar þekki ég Trekkera sem taka því illa að gert sé grín að Trek en ég get ekki skilið þá, bara vorkennt örlítið.