Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Skemma kvikmyndir bækur?

í Bækur fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Punkturinn í mínum augum er hvort myndin er góð eða ekki. Ekki endilega hvort hún fylgir bókinni 100%. Meistari Kubrick gerði þetta mikið að kvikmynda bækur en gera það algerlega eftir eigin höfði eins og t.d. með The Shining og A Clockwork Orange. Báðar eru góða myndir en ég hef bara lesið bókina að þeirri seinni. Ég hef líka séð endalaust af myndum sem tóku bækur og hreint eyðilögðu efnið en það skemmdi aldrei bókina fyrir mér. Endalaust hlakkar samt oss til LOTR ;)

Re: Dökkhærðir gítarleikarar

í Rokk fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Hehe, við tökum nú ekki mark á þessu möglunarlaust eftir að búið er að færa vísindalegar sannanir að bara dökkhært fólk kann á gítar! :)

Re: Metallica

í Rokk fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Svo stálu Metallica nafninu frá gaur sem ætlaði að stofna heavy metal tímarit áður en hann náði að stofna það. Það sem þeir gerðu fram að Black Album er mestallt snilld örugglega en ég held samt að Ulrich og Hetfield séu skíthælar.

Re: Singull af nýju SOAD plötunni!

í Rokk fyrir 23 árum, 6 mánuðum
KITT er úr Knight Rider þáttunum. Þótt Hasshelhoff hafi leikið “ökumanninn” á hann ekkii bílinn :)

Re: Eddie Vedder: hans skoðanir og tilvitjanir

í Rokk fyrir 23 árum, 6 mánuðum
I don't need Don Henley to tell me how to vote. - Dennis Leary Rokkstjörnur geta verið skemmtilegar og oft hitt í mark hjá manni en tökum þær ekki of alvarlega. “We just flew in from Chicago and boy are our arms tired.” (James Iha eða Billy Corgan) “Do you wanna rock? Well you came to the wrong place!” (Billy Corgan) “I'd never write a song for a nigger.” (Bob Dylan) “I don't know, I didn't do it.” (Mal-2)

Re: Ferðalög...*úff*

í Jeppar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Hefurðu prófað að segja að þú komist ekki í jeppaferð því að þú ert of cool?

Re: Accidental adventurers

í Spunaspil fyrir 23 árum, 6 mánuðum
BTW. Twisted, akkuru læturðu þá bara ekki sögunna af þessum ágæta multiclassed herramanni inn í grein? ;)

Re: Accidental adventurers

í Spunaspil fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Nei, þetta kalla ég frekar character creation. Mér leiðist samt alltaf klassar, vill frekar hafa þetta alveg frjálst. Það voru bæði galdramenn og drekar í þessu ævintýri sem ég fékk að spila með í gær í. Og bæði hið besta mál. Mér finnst ég bara vera að heyra sömu sögurnar aftur og aftur og er þessvegna að segja frá svona hlutum sem ég hef tekið þátt í eða heyrt um sem eru að mínu mati ekki klisjur.

Re: Dökkhærðir gítarleikarar

í Rokk fyrir 23 árum, 6 mánuðum
En þú gleymir Jimmy Page og Tony Iommi sem er báðir dökkhærðir. Ég verð auddað að minnast á Billy Corgan því hann er dökkhærður annars og James Iha líka. Man ekki eftir neinum góðum ljóshærðum gítarleikara í augnablikini nema gaurnum úr Hellacopters sko ;)

Re: Hvað er spunaspil

í Spunaspil fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Og verðlaun fyrir lélega lýsingi á RPG fær Selphie. Read that book for crying out loud!!! Dungeon Master (eða Referee, Game Master et al) er meira sögumaður. Hann heldur utan um spilið og spilar allar persónurnar sem spilararnir hitta fyrir og svo náttúrulega sker hann úr um reglur. Ef þig langar til að teikna characterinn/persónuna þína þá fine, en gerðu það ekki frekar en þig langar. Ástæðan fyrir að þetta er líkt og Baldur's Gate er sú að Baldur's Gate er byggt á Dungeons&Dragons (eða...

Re: one.unforgiven and more

í Rokk fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Það er alltaf verið að kalla þetta typpafílurokk. Fínn titill…

Re: Galdrar Í AD&D/D&D.

í Spunaspil fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Rétt er það :)

Re: Galdrar Í AD&D/D&D.

í Spunaspil fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég veit ekki hvað þú ert að tala um. Mér finnst þetta hljóma frekar einsleitt og einfeldningslegt. Til að byrja með held ég að þegar spilað sé til lengri tíma ætti GM að sníða ævintýri aðeins að grúppunni.

Re: Galdrar Í AD&D/D&D.

í Spunaspil fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Er RPGið hjá ykkur virkilega svona einhæft? Ég var að snúa aftur í RPG heima í gær og ég held að við séum ekki að gera sama hlutinn…

Re: Matargerð (áhugmál)

í Hugi fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Já þetta er gott mál. En ég vill líka fá að tala um vín og drykki. Hvaða rauðvín passar svo með fínu steikinni? Hvaða kokkteil væri gaman að bjóða uppá á undan? Eða bara hvað bjór er góður? Ég nenni ekki að elda en það er gaman að búa til góða drykki. Svo gæti svona síða nýst til að hjálpa manni við að finna hráefni. T.d. vanta mig núna Lime Juice Cordial illilega. Ef einhver veit hvar ég fæ þannig (helst Rose's) látið mig PLÍS vita! OK?

Re: Hagræðing GM-sins.

í Spunaspil fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Stjórnar Twilight:2000? Ég er orðlaus…

Re: Guns dont kill people, I kill people...

í Deiglan fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Úff von mín á að til sé fólk af viti var að aukast… Gott að heyra að til er fólk sem sér að ábyrgðin á lífi sínu og barna sinna hvílir ekki á þjóðfélaginu heldur því sjálfu! Og Humbert, frábært að þú kennir þeim muninn á alvöru ofbeldi og plat ofbeldi. Ég er viss um að þínir krakkar eiga eftir að vaxa upp í valmenni.

Re: Nákvæmlega EKKERT!

í Bílar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Merkilegt, ég á örugglega um 20 birtar greinar hér á bæ (á bílum þ.e.). Fæ ég ekki heiðursmerki eða aðalstign bráðum? Ég held að málið sé það að þig vantar traffík, auglýstu á síðunni að þig vanti greinar, ef þú hefur traffík þá hlýturðu að ná í áhugasama. Sjálfur skrifa ég greinar fyrir sjálfan mig og nenni ekki að skrifa greinar í frítíma mínum fyrir einhverja aðra. Ég held að fólk þurfi ekki að vera latt bara af því að það nennir ekki að halda síðunni þinni uppi.

Re: Frítt húsnæði... leiga? Brjóttu af þér!

í Deiglan fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Átti þessi maður skilið að vera líflátinn? Já. Réttlætir það dauðarefsingar? Nei. Hvernig veistu að þessi maður hafi gert það? Ég efast um að réttarkerfið í Sádí Arabíu sé það upplýstasta. Faðir minn hefur verið handtekinn þar í landi fyrir að fara á veitingahús með fólki af gagnstæðu kyni. Löng fangelsisvist er ekki lausnin á vandamálum okkar. Skoðaðu hvernig ástandið er í USA. Ég styð eindregið að fangelsi sé mannúðleg, hvernig sem að því er staðið. Ég styð eindregið að dómurinn hæfi...

Re: Galdrar Í AD&D/D&D.

í Spunaspil fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Enn einn orkin að ráðast á okkur? Ég ekki skilja… Er það skilda að galdramenn þekkist af færi? Einn orc ræðst á players og þeir geta ekkert? Ég var að spila í gærkvöldi og vissi ekki sem player að einn PCinn var “mage” fyrr en nokkuð var liðið á. Characterinn minn var farið að gruna það sterklega en ekki fyrr en enn meira leið! Staðreyndin að hann hafði sverð sem var lengra en hann sjálfur á bakinu villti dáldið fyrir reyndar. Í aðalbardaganum var hann ekki með og við vorum tveir “bard” og...

Hvað er í gangi?

í Bílar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Er ég eini maðurinn sem finnst asnalegt að vefstjóri Bílavefsins hangi á bílaáhugamáli Hugi.is og væli í fólki að skrifa greinar fyrir sig? Það væri óskandi að Huga notendur myndu bara skrifa einhverjar greinar á Huga til að byrja með því ekki er mikið líf hér á bæ um þessar mundir. Þetta á ekki bara við bílaáhugamálið heldur flest önnur áhugamál sem ég fylgist með. Mal3 Umsjónarmaðu

Re: Muse

í Rokk fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég er nú búinn að fíla það sem ég hef heyrt með Muse ágætlega um skeið. Á fyrstu plötunni þeirra voru lög eins og Muscle Museum og Sunburn, bæði mjög góð. Ég sá þá á Roskilde '00 og þeir voru þokkalegir á sviðinu, fengu reyndar bara hvíta tjaldið sem er með minni sviðunum.

Re: Fyrsta spilið

í Spunaspil fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Fyrst þú nennir ekki að lesa reglurnar, afhverju varstu þá að kaupa bókina? Ef einhver nennir að skrifa fyrir þig aðalreglurnar þá verð ég hissa. Ef þú nennir ekki að lesa reglurnar þá nennirðu ekki að spila þetta.

Re: one.unforgiven and more

í Rokk fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég hélt að Creed væru wannabe Pearl Jam… Anyways finnst mér fólk bara eiga að setja nafnið sem þeir vilja á lagaið sitt.

Re: pínu galdrabardagi og goblinstríð

í Spunaspil fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Kúl atriði! Superssnótin mín hún Wave var leikkona að atvinnu. Þegar hún fer úr vaterform birtist hún bara á nærfötum og eitt skipti leiddu atburðir til þess að grúppan lenti í parallel universe þar sem við birtumst sitt í hvoru lagi. Auðvitað birtist Wave á nærjunum inni í mátunarklefa… hjá manni. Þar sem ég var að spila leikkonu sem var dáldið tease var hún snögg að ná jafnvægi (andlegu þ.e.) og tala sig útúr stöðunni. Og í föt. Og í vinnu ;)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok