Þar sem ég þekki ekki þetta Iron Maiden lag get ég ekki hlustað eftir þessu. Ég á hinsvegar diskinn og ég sá ekki í fljótu bragði að Iron Maiden fengi credit fyrir lag #5. Áður en þig farið að dissa mig fyrir að eiga þennan disk þá varð ég all fljótlega hundleiður á honum. Merkilegt, en í sömu verslunarferð keypti ég einn af bestu diskum sem ég á, The Soft Bulletin með The Flaming Lips. Svona getur maður verið mistækur…