Nei, þetta er ekki beint rasismi, þetta er vottur af xenophobia. Ég vildi sjá þig færa rök fyrir máli þínu hvað varðar stríðsástand í heiminum. Ég held að þú sért að taka betur eftir þessum stríðum í dag því Evrópa var næsta friðsæl á fimmtíu árum ógnarjafnvægis. Það er nóg um stríð stjórnmálalegs- eða annars eðlis víðsvegar um heim á öllum tímum. Þessi stríð sem ég bíst við að þú sért að benda á (Balkanskagi, botn Miðjarðarhafs) eru vegna margvíslegra vandamála og ekki síst vegna skorts á...