Nú er ég hættur að vita hvaðan á mig stendur veðrið. A.m.k. hef ég rætt meirhlutaræði við aðra. Þarna er ég að vísa til að það er alls ekki jákvætt ef meirihlutinn skal ráða í einu öllu, það verða að vera varnaglar. Annars er ég löngu búinn að lofa sjálfum mér að ræða ekki stjórnmál, a.m.k. ekki að tíunda mínar eigin skoðanir því almennt hefur mér leiðst mjög þau viðbrögð sem ég fæ. Ef ég ætti að byrja að tala um ofbeldi í samskiptum manna þyrfti ég að tíunda stjórnmálaskoðanir mínar og ég...