Reyndar voru fyrstu Camaro bílarnir ákaflega laglegir og vekja nokkurn áhuga hjá mér. Var það ekki ‘67? Á þessum tíma var gullöld hjá GM, þeir hafa aldrei, fyrr né síðar, gert jafn fallega bíla og urðu til undir hönnunarstjórn Bill Mitchell. Það er erfitt að nefna fallegri bíla frá USA en Camaro ’67, Corvette Stingray ‘63 (split window coupe sérstaklega!), Buick Riviera (fyrsta body) og Chevy Corvair (2. kynslóð). Mig dauðlangar að fara að grafa upp Corvette bókina og velta fyrir mér hvaða...