Ef ég hef hljómað eins og mér finnist Hugi rangur staður til að hýsa þetta þá er það kannski full djúpt í árinni tekið. Hugi er prýðilegur staður, en uppsetningin hér hentar illa til að koma þessu í kring. Ég yrði manna glaðastur ef Hugi.is/bilar myndu hýsa svona nokkuð, það er bara mikil vinna, hjá mörgum mönnum sem sumir hafa kannski hvorki vilja né áhuga, sem stendur á milli hugmyndarinnar og veruleika. Haldið ekki niður í ykkur andanum, en gefum þetta heldur ekki upp á bátinn...