Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Mazda Rx8

í Bílar fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Hann hefur sem sagt reynslu af RX-8 í 90þ. km? Það sem ég hef heyrt frá eigendum er að vissulega þurfi að taka upp vélina í RX-7 3. gen. við ca. 100þ. km. En það er ekki jafn stórt verk og það hljómar. Eins og ég sagði hafa verið gerðar lykilbreytingar á hönnun Wankelvélarinnar, sem eru miðaðar að því að minnka það slit sem þessu hefur valdið. Það er líka til nóg af sportbílum sem eru dýrir í rekstri og með sín eigin ideosyncracy. Það er t.d. klassískt með ófáa ítalska eðalbíla að þurfa að...

Re: Topp 12 á undir milljón

í Bílar fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Með 205 GTi hefur mér sýnst munur í verði á að flytja inn 944 og 205 vera ákaflega lítill þannig séð. Ég myndi nefnilega hafa mun minni áhyggjur af endingu 944 og ég efast um að það myndi muna miklu í rekstrarkostnaði. 205 GTi hefur tonn af sjarma, en Porsche bætir smíðisgæðum og fágun í formúluna, og með fullri virðingu fyrir Peugeot, merkinu… Það fyndna er kannski það að Peugeot er örugglega engu hægari. Málið með Integralinn hins vegar er ég ekki viss með. Maður er alltaf að heyra að...

Re: Topp 12 á undir milljón

í Bílar fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Dúndrandi góð grein með góðum hugmyndum. Gaman að geta sagt að ég hafi átt einn á listanum og stefni næst að öðrum. Ég var mikið að pæla í því einu sinni að reyna að kaupa mér Pug 205, en satt best að segja svíður mig að borga svona mikið fyrir hot hatch. Ekki að þetta séu ekki brilliant bílar, en ég er bara orðinn svo snobbaður í seinni tíð held ég. Bargainið á listanum finnst mér 944, en það er kannski aftur bara snobbið ;) Talandi um Citroën, þá myndi ég horfa sterklega á CX frekar en XM....

Re: Dónaskapur og leiðindi.

í Bílar fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Það vill nú svo til að við stjórnendur viljum hafa hemil á dónaskap, en ég t.d. skoða nú alls ekki alla korka. Ef eitthvað kemur upp á viljum við endilega að fólk sendi okkur skilaboð, svo við getum skoðað málið.<br><br>- “Most of the human race is stupid. Just look at their choice of beer.” - mutant. <font color=“white”>FNORD</font

Re: Mazda Rx8

í Bílar fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Þetta atriði með eyðsluna skiptir auðvitað máli, en það er ekkert nema taglhnýtingsháttur að reyna að gera lítið úr góðum bíl vegna atriði á borð við eyðslu. Annað hvort finnst manni þess vert að borga fyrir bensínið eða ekki. Ef þetta eyðsluatriði er viðkvæði fólks við góðum bílum verður ekki mikið eftir. Ég fíla BMW M5 E34, en hann eyðir ábyggilega álíka mikið og Mazda RX-7…<br><br>- “Most of the human race is stupid. Just look at their choice of beer.” - mutant. <font color=“white”>FNORD</font

Re: Hjalp vegna spyware?

í Netið fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Hann er ekki með MSN Plus. Eftir að ég sendi inn þessa hjálparbeiðni náði ég mér í annað vírusvarnarforrit og það leiddi í ljós alvarlega sýkingu. Vélin er samt enn í steik og líklega neyðist ég til að strauja hana…<br><br>- “Most of the human race is stupid. Just look at their choice of beer.” - mutant. <font color=“white”>FNORD</font

Re: Stórfréttir: GURPS Fourth Edition á leiðinni

í Spunaspil fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Góðar fréttir. Vonandi verður gott kerfi betra og PDF útgáfa er spennandi valkostur.

Re: Mazda Rx8

í Bílar fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Ég held að þú sért að bera saman epli og utanborðsmótora.<br><br>- “Most of the human race is stupid. Just look at their choice of beer.” - mutant. <font color=“white”>FNORD</font

Re: Helförin og endurskoðunarsinnar - gagnrýni

í Sagnfræði fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Eins og ég segi, þetta átti ekki að vera neitt skot á þig, bara skoðun sem ég vildi koma á framfæri. Ég neita því ekki að Bandamenn voru ekki saklausir, en eins og skáldið sagði; „Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað.“ :) Svo verða menn auðvitað að hafa sama efa þegar menn skoða glæpi beggja aðila.

Re: Mazda Rx8

í Bílar fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Hallo, þetta er Le Mans kappakstursbill…<br><br>- “Most of the human race is stupid. Just look at their choice of beer.” - mutant. <font color=“white”>FNORD</font

Re: Mazda Rx8

í Bílar fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Ég vona bara að Mazda efni loforðið og komi með 4. kynslóð RX-7. Vonum bara að þetta verði ekki með Star Trek bíómyndirnar, bara önnur hver kynslóð góð… :P<br><br>- “Most of the human race is stupid. Just look at their choice of beer.” - mutant. <font color=“white”>FNORD</font

Re: Mazda Rx8

í Bílar fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Þú meinar að hann sé að vinna „bílagagnrýnina“ á sömu nótum og allir aðrir fjölmiðlar á Íslandi?<br><br>- “Most of the human race is stupid. Just look at their choice of beer.” - mutant. <font color=“white”>FNORD</font

Re: Mazda Rx8

í Bílar fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Afhverju er Integra Type-R tilraun til sportbíls sem heppnaðist ekki? Það má reyndar alveg deila um hvort ITR sé yfirhöfuð sportbíll, en m.v. afspurn hefur hann meiri sportbílaeiginleika en mjög margir bílar sem eru óumdeildir sportbílar.<br><br>- “Most of the human race is stupid. Just look at their choice of beer.” - mutant. <font color=“white”>FNORD</font

Re: Mazda Rx8

í Bílar fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Bíddu, varst þú ekki v8man einu sinni? Ég er orðlaus :P Sú breyting sem RENESIS mótorinn í RX-8 kemur með sem skiptir mestu máli m.v. eldri hannanir er líklega hvar inntak og úttaksport sprengirýmisins eru. Áður voru þau á hlið „tromlunar“ en í RENESIS eru þau komin í enda sprengirýmisins. Það þýðir að pakkningarnar, eða þéttingarlistarnir, á brúnum rótorsins fara aldrei yfir útaksportið, en það gerir það að verkum að smurningin sem þarf að vera á þeim fer ekki beint út með útblæstrinum,...

Re: Mazda Rx8

í Bílar fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Þetta er ekki 1300 bullumótor, heldur Wankel, eða rotary, mótor. Hann hefur tvo snerla eða rótora. Þetta er sprengihreyfill, en gjörólíkur hefðbundnum bulluhreyfli og samanburður á rúmtaki er nánast marklaus. Til dæmis má geta að það er sprengt í hverju „sprengihólfi“ á hverjum snúningi í Wankelvél. Það þýðir að tveggja rótora vél sprengir 2 á hverjum snúning, en 4 strokka fjórgengis bulluvél sprengir einmitt líka 2 sinnum á hverjum snúning, ef ég er ekki að rugla. Ég er ekki alltof kunnugur...

Re: Helförin og endurskoðunarsinnar - gagnrýni

í Sagnfræði fyrir 20 árum, 10 mánuðum
“Þú ættir að horfa á málið með hlutlausum augum og dæma af eigin reynslu. Sjálfur tel ég að margt af þessu hafi verið aðeins of ýkt, skulum ekki gleyma að bandamenn frömdu frekar marga stríðsglæpi sjálfir.” Ég verð að bæta aðeins við. Fyrst kallarðu á hlutleysi, en segir svo að helförin hafi verið ýkt og maður megi ekki gleyma stríðsglæpum sem aðrir hafa framið. Kannski ertu að kalla á samanburð þarna, en helförin stækkar ekkert eða minnkar í hlutfalli við Dresden eða Hiroshima. Ekkert skot,...

Re: Helförin og endurskoðunarsinnar - gagnrýni

í Sagnfræði fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Vandamálið er að þegar slegið er fram að sigurvegarar skrái söguna þá hlýt ég að spyrja hvað er átt við með því. Við getum sagt sem svo að enginn sé alveg hlutlaus og það er ekki við öðru að búast en að aðstæður liti jafnvel söguskoðun. En sagan er ekki skrifuð af einsleitum hópi manna, heldur fjölda missjálfstæðra sagnfræðinga í fjölda landa þar sem tjáningarfrelsi er misjafnt. Það skiptir líka máli hverjir lesa söguna, þ.e. fyrir hverja er verið að skrifa. Hver skrifaði annars sögu...

Re: Heilabrot

í Bílar fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Hvað varð um Clio-inn??? Kannski er ég með litaðar skoðanir, mér finnst einhvernvegin að ef BMW eigi að vera loðinn þurfi hann að vera það í vélardeildinni líka. Umsagnir um blæjubræður hans voru almennt svo neikvæðar, m.a. vegna frumstæðrar afturfjöðrunar og skorts á stífleika í boddí. Þetta virtist lagast mikið með þakinu og ég hef lesið þó nokkuð um M-Coupeinn, en nánast ekkert um Z3 Coupe því hann kom aldrei til Bretlands… Það sem kemur mér bara á óvart er að ég hafði aldrei heyrt um það...

Re: Neyslustýring

í Bílar fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Alveg sammála þér. Reyndar finnst mér svoldið eins og 40 ára reglan friðþægi aðallega menn sem sækjast í ameríska fleka fyrir sunnudagsrúntinn (vottar kannski fyrir smá fordómum hér) en mig langar hins vegar í mjög mikið af bílum sem eru frá ca. 1970.<br><br>- “Most of the human race is stupid. Just look at their choice of beer.” - mutant. <font color=“white”>FNORD</font

Re: Heilabrot

í Bílar fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Miðað við lýsingar á fjöðrunarbúnaði þessara bíla (arfleifð frá E30) þá er ég ekki spenntu fyrir þessum bílum nema ég fái mótor sem gerir þetta að þýsku útgáfunni af Muscle Car. Annars myndi ég bara leita annað ;) Mér finnst svo eftirminnilegt hve vænt Dickie Meaden hjá Evo þótti um M-Coupe-inn sem hann hafði um nokkurra mánuða skeið. Alls ekki gallalaus bíll, en sjarmerandi á svona grófan máta og vélin auðvitað demantur. Ég er frekar hissa ef hann er svona svakalega hastur (þótt það ætti...

Re: Heilabrot

í Bílar fyrir 20 árum, 10 mánuðum
En það er enginn tilgangur með þessum bíl nema hann hafi M-mótorinn…<br><br>- “Most of the human race is stupid. Just look at their choice of beer.” - mutant. <font color=“white”>FNORD</font

Re: Helförin og endurskoðunarsinnar - gagnrýni

í Sagnfræði fyrir 20 árum, 10 mánuðum
“Ágætt að hafa í huga að það eru ávallt sigurvegarinn sem ritar söguna.” Þetta er auðvitað skemmtileg setning sem gott er að hafa í huga, en menn nota hana ákaflega oft sem alhæfingu sem er sjálfkrafa sönn. Varðandi það að gyðingum hafi verið snúið frá gerir það atburðinn einungis sorglegri. Stríð er alltaf sorglegt og það er erfitt annað en að finnast mannfallið sorgleg sóun. Mér finnst samt öllu erfiðara að kyngja því að fólki hafi verið slátrað á færiböndum í þar til gerðum sláturhúsum,...

Re: Ford Mustang 2005

í Bílar fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Þetta er bara í takt við verð á bílum í USA.<br><br>- “Most of the human race is stupid. Just look at their choice of beer.” - mutant. <font color=“white”>FNORD</font

Re: Neyslustýring

í Bílar fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Ertu að æfa þig í að vera “Dr. Evil”? :D<br><br>- “Most of the human race is stupid. Just look at their choice of beer.” - mutant. <font color=“white”>FNORD</font

Re: Neyslustýring

í Bílar fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Hárrétt. Gjaldastefna ríkisins gagnvart bílum virðist heldur aldrei taka tillit til fjölskyldna. Ég hefði haldið að ef einhverjir þyrftu ívilnun væru það efnaminni fjölskyldur með mörg börn, sem þurfa rúmgóða og örugga bíla. Á endanum er forsjálni ágætra alþingismanna mun minni en forsjárhyggjan. Einn vörugjaldsflokk á alla bíla, eða betra; fellið niður vörugjöldin, og leyfið okkur sjálfum að velja bílana sem okkur hentar. Annars er ég með tillögu, alþingismenn mega ákveða hvernig bíl ég...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok