Það vill nú oft brenna við, finnst mér a.m.k., að Kaninn taki lítið út úr rúmtakinu, en það eru vissulega undantekningar. Ég er nú kannski oft krítískur á ameríska bílaframleiðslu, en það hafa svo sannarlega komið margar fínar vélar frá USA. Minni á að Koenigsegg CC er með 4.6l V8 Ford, sem er, að því að virðist, í miklu uppáhaldi hjá smærri evrópsku bílaframleiðendum. Man ekki hestaflatöluna, en með blásara er hún ábyggilega með um eða yfir 600 hross.