Það eru líklegast fáir menn sem hafa sýnt jafnmikla snilld á ferli sínum í bílaiðnaðnum og Colin Chapman stofnandi Lotus. Ekki eingöngu hannaði hann og fyrirtæki hans nokkra af merkari sportbílum síðustu aldar heldur var Lotus á tímabili stórveldi í Formula 1 kappakstri og kynnti til sögu nýjungar á báðum sviðunum. Ekki slæmt afrek fyrir fyrirtæki sem í upphafi breytti bílum fyrir kappakstur og önnur not, hafði eingöngu einn starfsmann, eigandann, og var fjármagnað af tilvonandi unnustu...