Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Riceroni - Riceboy diss (1 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Þetta er hrein snilld ef riceboy grín er það sem fær mann til að hlæja: http://www.angelfire.com/ny5/ricerroni/roni.html

Heimasíða TVR (0 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
TVR hefur endurbætt heimasíðu og nú eru prýðileg myndasöfn af Chimera, Griffith, Tuscan og Tamora. Einnig ýmislegur fróðleikur en slóðin er: http://www.tvr-eng.co.uk Kíkið líka á: http://www.tvr-eng.co.uk/graphics/tuscan/new_pics/tuscan_gallery.html En myndirnar þar eru úr tbl. 20 af evo Magazine. Frábær myndataka að vanda.

Skoðanakönnun: hraðalæsing (2 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Mér fannst vanta ákaflega mikilvægan valkost í könnunina sem er nú í gangi. Til viðbótar við aðra valkosti hefði átt að vera einn eða fleiri valkostir þess efnis að maður væri hlyntur hraðalæsingu á bílum að því gefnu að hægt væri að slökkva á henni. Það eru ýmis kerfi í þróun og sum betri en önnur og örugglega hægt að nota mörg til að fylgjast með hraða allra. Hvort og hvernig það er notað skiptir einnig máli.

Fred Durst 1989 (4 álit)

í Rokk fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Smá flashback varðandi gaurinn sem snýr rauðu húfunni alltaf vitlaust. Spoiler: hann virðist ekki hafa verið með rauða húfu fyrir 12 árum síðan :) http://www.nulleinn.is/trailer.asp?id=4111

Lotus Elan: tímalaust meistarastykki (73 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Það eru líklegast fáir menn sem hafa sýnt jafnmikla snilld á ferli sínum í bílaiðnaðnum og Colin Chapman stofnandi Lotus. Ekki eingöngu hannaði hann og fyrirtæki hans nokkra af merkari sportbílum síðustu aldar heldur var Lotus á tímabili stórveldi í Formula 1 kappakstri og kynnti til sögu nýjungar á báðum sviðunum. Ekki slæmt afrek fyrir fyrirtæki sem í upphafi breytti bílum fyrir kappakstur og önnur not, hafði eingöngu einn starfsmann, eigandann, og var fjármagnað af tilvonandi unnustu...

Ef Star Wars gerðist... (9 álit)

í Sci-Fi fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Þetta er smávegis sem ég hnuplaði (copy) af EVO Forum. Ég myndi geta höfundar en sá sem birti þetta þar var ekki höfundurinn svo ég læt þetta bara flakka (paste) hingað og vona að þið hafið gaman af. Ef Star Trek Gerðist í Essex (á ensku): For the non locals in this class Essex is located just North-East of London. It is what we like to refer to as a ‘quality’ area. Now on with the lesson. Chewbacca would look roughly the same except he'd only be about 5ft tall, from Basildon and called...

Fyrir ykkur breytingabrjálæðinga... (1 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
http://bbs.scoobynet.co.uk/Forum33/HTML/003313.html Ekki orð um það meir…

Myndbönd (1 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Fann áhugaverða myndbandasíðu: http://www.strathycruise.com/videos/ Stutt en flott myndbönd sem er auðvelt að sækja.

Gott myndband (3 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Var að horfa á þetta og hafði nokkuð gaman af. Háhraða prufun á McLaren F1 þar em farið er yfir 390km/h. Takið eftir hvað ökumaðurinn segir undir endann, algjör snilld! http://taner.equinix.com/McLaren_F1-FAST.mov Fullt af góðum videoum á þessari síðu og hún verður komin í tenglasafnið þegar þið lesið þetta.

Ultimate sleeper? (7 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Einn af ágætum meðlimum hér á Bílar hefur mjög gaman að tala um “sleeper” bíla (við skulum gæta nafnleyndar til að vernda viðkomandi ;). Sleeper bíll er þá bifreið sem er mun miklu hraðari en hún lítur út fyrir að vera og er helst frekar venjulegur að sjá. Hver getur nefnt öflugasta “sleeperinn”? (Telst ekki með ef um breyttan bíl er að ræða, hann þarf að koma svona úr umboðinu.) Ég held að BMW M3 og M5 séu á mörkunum þar sem þetta eru BMW til að byrja með en þeir eru ekki svo frábrugðnir...

Varðandi slysið á brautinni (0 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ég er meðlimur að Forum um bíla í Bretlandi og vildi leyfa meðlimum þar að heyra af slysinu á kvartmílubrautinni. Pósturinn minn er á: http://www.evo.co.uk/forum/topic.asp?TOPIC_ID=9416&FORUM_ID=2&CAT_ID=2&Topic_Title=Drag+racing+accident&Forum_Title=General+Forum Mér þætti vænt ef þeir sem lesa þetta láta mig vita ef ég hef farið með rangt mál að einhverju leiti. Með þökkum, Mal3

McRae og Burns slást! (1 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Reyndar ekki, en þetta er nokk-skemmtilegur þráður á EVO Forum: http://www.evo.co.uk/forum/topic.asp?TOPIC_ID=9344&FORUM_ID=2&CAT_ID=2&Topic_Title=MCRAE+and+BURNS++in+pub+fight+%2E%2E%2E&Forum_Title=General+Forum

Póstum eytt (8 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Eftir umhugsun og samráð við annan meðstjórnanda minna eyddi ég póstum um ólöglega götuspyrnu af korkinum. Þetta er það leiðinlegasta sem ég geri sem umsjónarmaður á þessu áhugamáli en þegar fólk er að nota þennan vettvang til að auglýsa, skipuleggja og hvetja til ólöglegs athæfis er augljóst að bregðast þarf við á viðeigandi máta. Ef einhver efast um að aðgerð þessi hafi verið við hæfi þá bendi ég á atburði nýliðinnar nætur og spyr hvernig gæti farið ef álíka atburðir myndu gerast hér...

Líf í tuskunum! (3 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Nú virðist Hugi loksins vaknaður eftir sumardvala. Bílaáhugamálið hefur tekið kipp nú undanfarið sem gleður mig ósegjanlega og fleiri innskráðir einmitt þegar þetta er skrifað en sást lengi vel. Mörg nöfnin eru líka kunnugleg sem er ánægjulegt en það eru einhver ný andlit, ég vona að þau komi aftur og aftur. Ég vona að áhugamálið verði aftur jafn lifandi og skemmtilegt og það var síðasta hluta vetrar. Kveðjur, Mal3

Ég ætla? (2 álit)

í Bækur fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Er ekki kominn tími á að taka niður “Ég ætla” kubbinn sem er búinn að vera hér í ómunatíð? A.m.k. findist mér það vera við hæfi.

Hvernig dekk ætlarðu að nota í vetur? (0 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum

35. ár Camaro það síðasta (30 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Chevrolet hefur tilkynnt að 2002 árgerðin af Camaro verði sú síðasta en það árið mun Camaro einmitt eiga 35 ára afmæli. Þótt að ég beri til takmarkaða hrifningu á þessum draumi amerískra unglingspilta er þetta viss missir fyrir bílamenninguna. Þó þessir bílar hafi verið n.k. risaeðlur sem urðu eftir þegar aðrar tegundir þróuðust voru margir sem hrifust af þeim. Kostir Camaro rétt eins og annara “pony cars”, eins og þessi flokkur bifreiða hefur verið nefndur, hafa verið öflugur mótur í...

Fyrir þá sem eiga flotta bíla (0 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Hér er “code of cunduct” sem Ferrariklúbbur í USA mælir með. Mjög áhugavert og í raun gott: http://www.ferrariclub.com/faq/etiquette.html

Skemmtileg síða (0 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Sniff Petrol er síða sem færir þér allar fréttir sem þú þarft um bíla ef þú ert að leita að misfærslum og rangfærslum. Tékk itt át! :) http://www.sniffpetrol.com/index.html

Fyrir TVR ahugafólk!!! (6 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Þetta gæti glatt einhvern: http://www.jrc.de/detail.php3?language=v&id=12421 Enjoy! :)

Hjálparboð og samúðarkveðjur (2 álit)

í Deiglan fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Fidel Castro, leiðtogi Kúbu, hefur boðið BNA aðstoð í formi lækna og hjúkrunarfólks. Á þessum hræðilegum tímum er þetta boð sem bandaríkjamenn ættu að þiggja enda myndi það sýna stórmennsku beggja aðila. Samúðaróskr hafa borist til Bandaríkjanna úr ólíklegustu áttum og hefur jafnvel Khaddafi Lýbíu leiðtogi boði Bandaríksu þjóðinni samúð sína. Það er vonandi að þessir hræðilegu atburðir í gær verði til að þjappa ríkjum heims saman gegn hryðjuverkum.

Viðbrögð gagnvart árásum? (3 álit)

í Tilveran fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Mig langar til að spyrja hvort einhver veit um tengla þar sem hægt er að votta samúð sína vegna árásanna á bandaríska borgara? Mér dettur í hug að ekki verði boðið upp á undirskriftalista bráðlega í bandaríska sendiráðinu. Allavega langar mig til að láta í ljós hrylling minn og veita þann litla stuðning sem ég hef til að bjóða vegna þessara villimannlegu og siðlausu árása. Samúðarkveðjur til fórnarlamba, vina, vandamanna og allrar bandarísku þjóðarinnar.

Umferðarpirringur (11 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Ég er nú ekki vanur að pirra mig yfir svona með þessu móti en ég lenti bara í svo leiðinlegum ökumönnum í umferðinni áðan. Fyrst er ég að taka aðrein inn á Miklubraut og lendi þar á eftir Grand Vitara jeppa, en ökumaður hans kunni ekki á aðreinar og stoppaði strax og eyjan var búinn og beið eftir gati í umferðinni. Augljóslega hafði hann ekki hraða né afstöðuna til að nýta öll götin. Ég náði að smeygja mér framhjá (hægra megin) og keyra út aðreinina og smellti mér léttilega út á götuna með...

Hreint stigahór! (2 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Eða þannig, því ég snapaði pósti #3000 Það þarf lítið til að gleðja lítil hjörtu :) *dæs*
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok